Byrjaðu daginn þinn á granóla með pistasíuhnetum og dökku súkkulaði.
Uppskrift er fyrir 5 skálar.
3 bollar af höfrum
1 bolli af pistasíuhnetum – má nota aðra tegund af hnetum
1 bolli af fræjum – t.d graskersfræ og sólblómafræ
1 tsk af kanil
Klípa af grófu sjávarsalti
1 tsk af vanillu extract
1/3 bolli af kókósolíu – bráðinni eða í fljótandi formi
1/3 - 1/2 bolli af maple sýrópi
½ bolli af dökku súkkulaði í bitum
Val: má nota eina eggjahvítu – hjálpar að klístra þessu saman
Forhitið ofninn í 180 gráður.
Takið stóra skál og skellið í hana höfrum, pistasíuhnetum, fræjum, kanil og saltinu. Blandið vel saman.
Setjið vanilluna, kókósolíuna og sýrópið saman við og passið að allt sé vel hrært saman.
Ef þú ætlar að nota egg þá skal skella því saman við núna og hræra.
OG eitt… ekki setja súkkulaðibitana saman við áður en bakað er.
Takið bökunarplötu og setjið á hana smjörpappír og sílikon mottu sem þolir hita.
Dreifð granólanu yfir mottuna.
Bakið í 15 mínútur neðst í ofninum.
Eftir þessar 15 mínútur skal færa skúffuna næst efst í ofninn og baka í aðrar 15 mínútur eða þar til granólað er ljósbrúnt og stökkt.
Látið svo kólna alveg á bökunarpappír – það tekur um það bil klukkustund.
Nú skal skella öllu í skál og setja súkkulaðibitana saman við.
Granóla eins og þetta geymist í um 2 vikur í lofttæmdu boxi eða mason krukku.
Það er mjög gott að nota möndlumjólk eða grískan jógúrt út á þetta granóla.
Svo fær sér bara hver og einn sína skammtastærð.
Uppskrift frá thehealthymaven.com