Á þessum árstíma fáum við oft aukna þörf fyrir að skipuleggja og koma hversdagslegum venjum í gott horf. Við mæðgur erum nestiskonur og höfum gaman af að finna sniðugar hugmyndir fyrir nestisboxin. Um daginn bökuðum við ljúffenga hálfmána til að hafa með í nesti og höfðum með þeim kóríander chutney. Hálfmánar eru mjög handhægir í hádeginu, en þeir eru líka sniðug leið til að breyta afgöngum í nýja máltíð og auðvitað eru þeir alveg jafn góðir heima eins og á ferðinni.
Við útbjuggum fyllingu úr sætum kartöflum, pekanhnetum og jurtaosti. (En afgangs pottréttur er líka frábær fylling). Svo er alveg nauðsynlegt að hafa gott chutney eða sósu til að dýfa í. Við erum sjúkar í kóríander svo við höfðum að sjálfsögðu kóríander chutney með.
Fletja út eina kúlu í einu
Skera út hring
Setja fyllinguna í
Og loka með fingraförum
250g bakaðar sætar kartöflur í teningum (bakið ca. 350g í ofni)
100g vegan “rjómaostur”
60g þurristaðar pekanhnetur, gróft saxaðar
1 dl kóríander chutney (sjá uppskrift)
1 tsk cayenne pipar
sjávarsaltflögur
Setjið allt í skál og “klípið” eða hrærið saman.
1 búnt ferskur kóríander (ca 25g)
3-4 mintublöð
1-2 msk engiferskot, eða 2-4 cm ferskur engifer, rifinn
1 grænn chilli, saxaður
2 msk sítrónusafi
2 msk rauðlaukur, afhýddur og gróft saxaður
100g ristaðar kókosflögur
2 hvítlauksrif
1 tsk cuminduft
200 ml jómfrúarólífuolía (eða bragðminni olía ef vill)
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið.
440g spelt (við notum fínt og gróft til helminga)
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk sjávarsaltflögur
1 tsk hvítlauksduft
3 msk jómfrúarólífuolía
325-350 ml heitt vatn
Uppskrift frá maedgurnar.is