Morgunverðarís með banana (F1)
1/3 bolli haframjöl
(eða kínóaflögur ef án glútens)
2 msk chia fræ
1 bolli möndlumjólk
½ tsk lífrænt kakóduft
Tveir bananar settir í frysti til að nota daginn eftir.
Öllu blandað saman í krukku
Sett í kæli yfir nótt.
Daginn eftir:
Ávextir (ferskir/frosnir) að eigin vali settir út í.
T.d. jarðarber, kiwi, bláber og mangó.
Tveir frosnir bananar settir í matvinnsluvél og
Blandað þar til áferðin er svipuð og ís.
Ísinn blandaður við grautinn.
Skreytt með kakónibbum.
Njótið!
Heilsukveðja,
Ásthildur Björns