Frábært að krydda aðeins upp í morgunverðinum með góðu chillý. Hér er enn annar próteinríkur morgunverður.
Frábært að krydda aðeins upp í morgunverðinum með góðu chillý. Hér er enn annar próteinríkur morgunverður.
Undirbúningur er um 5 mínútur, það tekur um 4 mínútur að elda þennan rétt og uppskriftin er fyrir einn.
Hráefni:
2 stór egg og ein stór eggjahvíta
Klípa af góðu salti og ferskum pipar
Olía á pönnuna – notaðu þína uppáhalds
1 lítið jalapenó – án fræja og skorið í þunnar sneiðar
6 kirsuberjatómatar – skornir í tvennt
1 skarlot laukur – skorin smátt
Leiðbeiningar:
- Hrærið eggjum saman, ásamt eggjahvítunni og salti og pipar.
- Hitið járnpönnu á meðal háum hita. Þegar pannan er orðin heit setjið þá olíuna á hana. Eldið fyrst chillýið og tómatana þar til bæði er orðið mjúkt – tekur um 2 mínútur. Bætið nú eggjahrærunni við og hrærið rólega á meðan eggin eldast – tekur um 1-2 mínútur. Stráið nú skarlotlauk yfir og berið fram heitt.
Njótið vel!