Undirbúningstími eru um 7 mínútur og eldunar tími um 8 mínútur.
Uppskrift er fyrir 6.
1 msk af olíu að eigin vali
1 bolli af söxuðum lauk
4 stór egg
2 eggjahvítur
¼ tsk af pipar
Sólþurrkaðir tómatar eftir smekk – kaupa í pakka, ekki í olíu
¼ bolli af geitaosti
¼ bolli af basil – fersku söxuðu
Forhitið ofninn í 200 gráður. Notið góða járnpönnu, helst með þykkum botni sem þolir að fara í ofninn. Hitið 1 msk af olíunni á pönnu á meðal hita og setjið laukinn á pönnuna. Eldið þar til laukur er mjúkur og fínn – tekur um 3 mínútur.
Hrærið saman eggin og eggjahvítur og kryddið með pipar. Hellið hrærunni yfir laukinn og dreifið svo sólþurrkuðu tómötunum yfir.
Bætið nú ostinum saman við. Notið ¼ bolla af osti eða meira ef það er þinn smekkur. Setjið nú pönnuna í ofninn í um 2 mínútur eða þar til ommilettan hefur risið aðeins. Takið pönnu úr ofni og stráið yfir fersku basil.
Besta leiðin til að ná ommilettunni heilli af pönnunni er að setja stóran disk yfir pönnuna og hvolfa. Skerið nú í sneiðar og berið fram heitt.