Orkustykki „Golfarans“
100 g kókosolía (brædd)
200g haframjöl
100g sólkjarnafræ
50g sesamfræ
50g valhnetur
50 g kókosmjöl
3 msk hunang
100g hrásykur
25g þurrkuð trönuber
25g þurrkaður mangó
Aðferð:
Blanda öllu saman og smyrja blöndunni á bökunarplötu með smjörpappír og hafa ca. tveggja cm þykkt og gott er að rista rákir í deigið til að móta stærðina á bitunum sem menn ætla sér að hafa því að þá er hægt að brjóta orkustykkið eftir bakstur, annars bara að skera það.
Bakað við 175°c í 8-10 mín.