Fara í efni

Orkustykki „Golfarans“

Þetta er hrikalega einfalt, gott og kraftmikið snarl og tilvalið í útiveruna, það er með þetta einsog svo margar aðrar uppskriftir að það er hægt að leika sér með innihaldið einsog t.d að nota nánast hvaða fræ sem er sama með þurrkuðu ávextina.
Heilsustöng
Heilsustöng

Orkustykki „Golfarans“

100 g kókosolía (brædd)

200g haframjöl

100g sólkjarnafræ

50g sesamfræ

50g valhnetur

50 g kókosmjöl

3 msk hunang

100g hrásykur

25g þurrkuð trönuber

25g þurrkaður mangó

Aðferð:

Blanda öllu saman og smyrja blöndunni á bökunarplötu með smjörpappír og hafa ca. tveggja cm þykkt og gott er að rista rákir í deigið til að móta stærðina á bitunum sem menn ætla sér að hafa því að þá er hægt að brjóta orkustykkið eftir bakstur, annars bara að skera það.

Bakað við 175°c í 8-10 mín.