Einn haus af blómkáli skorinn niður
Klípa af cayenne pipar
Einn haus af grænkáli (kale) skorið í temmilega litla bita
3 msk af extra virgin ólífuolíu
2 msk af Tahini (Tahini er eins konar olía búin til úr muldum sesam fræjum)
2 msk af vatni
Safi úr stórri sítrónu
1 lítill rauðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
2 msk af rúsínum (má sleppa)
Sjávarsalt og svartur pipar eftir smekk
Hitið ofninn í 220 gráður
Skellið blómkáli með cayenne pipar, 2 msk af olíunni, sjávarsalti og pipar á bökunarpappír og hristið saman. Skellið þessu svo á ofnplötu.
Látið ristast í ofni í 20 mínútur eða þar til þetta er orðið gyllt að lit. Verið viss um að blómkálið ristist á báðum hliðum.
Gufusjóðið grænkálið á meðalhita þar til það er orðið mjúkt, þetta tekur um 5 mínútur.
Á meðan grænkálið er að mýkjast, skellið Tahini, sítrónusafa og restinni af olíunni, salti og pipar og 2. msk af vatni í skál og þeytið vel saman. Það má bæta meira af vatni ef þurfa þykir til að þynna út dressinguna.
Taktu stóra skál og skelltu grænkálinu, rauðlauk, rúsínum (ef þú notar þær) og blómkáli í skálina og hristu vel svo allt blandist saman.
Þetta á að bera fram heitt með Tahini dressingunni sem hver og einn fær sér eftir smekk.