Afar einfalt og tekur um 5 mínútur að búa til.
Uppskrift er fyrir tvo.
1 bolli af grænkáli – rífðu það niður og engir stilkar takk
½ sítróna
1 tsk af ólífu olíu eða olíu að eigin vali
4 sneiðar af whole grain brauði – sem sagt grófu dökku brauði
Salt og pipar eftir smekk
1 bolli af avókadó
1/8 tsk af cumin
4 radísur skornar í þunnar sneiðar
1 tsk af chia fræjum
Takið skál og setjið grænkálið, olíuna, safa úr ¼ sítrínu og 1/8 tsk af salti.
Blandið saman með höndunum þar til grænkálið er orðið mýkra.
Skerðu nú avókadó í tvennt – geymdu hinn helminginn ef þú þyrftir meira af avókadó á brauðsneiðarnar.
Taktu hinn helminginn og hreinsaðu innan úr honum með skeið, settu í skál og stappaðu með gaffli. Krydda með 1/8 tsk af salti, svörtum pipar og safa úr ¼ af sítrónu.
Ristaðu nú brauðsneiðarnar.
Þegar brauðsneiðar eru ristaðar þá skaltu smyrja þær með avókadó blöndunni og krydda yfir með cumin og meira af salti og pipar.
Toppið hverja brauðsneið með grænkálsblöndunni og endið á sneiðum af radísum og klípu af salti og pipar.