Það er einmitt svo upplagt að baka smákökur fyrir ferðalög, útilegur eða lautarferðir (eru ekki einmitt allir á fullu að plana lautarferðir núna??..) – Njótið helgarinnar kæru vinir. Dálítið súkkulaði gerir allt betra.
Byrjið á að bræða saman smjör og 250 gr súkkulaði við vægan hita. Setjið egg, sykur og vanillu í skál og pískið aðeins saman. Hellið súkkulaðiblöndunni saman við og blandið vel saman. Hrærið þurrefnunum að síðustu saman við ásamt söxuðu súkkulaði ef þið notið það. Setjið skálina inn í ísskáp í 20-30 mínútur þannig að deigið stífni aðeins. Hitið ofninn í 180 gráður á meðan. Setjið um 1 msk af deiginu á bökunarpappírsklædda plötu og bakið í um 9-10 mínútur eða þar til kökurnar eru bakaðar í köntunum og enn blautar í miðjunni. Látið kökurnar kólna alveg á plötunni og takið þær svo af. Geymast vel í loftþéttu boxi í ísskáp, má líka frysta.
Uppskrift af vef eldhusperlur.com