En þessar kökur urðu einmitt til í vikunni í rólegri eldhússtund. Þær eru kjörinn morgunmatur eða millibiti og ákaflega bragðgóðar. Áferðin á þeim er svolítið eins og af hráu hafra smákökudeigi.. Veit ekki með ykkur en það hringir allavega bjöllum hjá mér. Við vorum mjög ánægð með þær og líka sá fimm ára sem er næstum alltaf besti mælikvarðinn að mínu mati.
Bollamálið mitt er 2.5 dl
Hitið ofn í 160 gráður með blæstri, annars 180 gráður. Hrærið þurrefnunum saman í skál. Blandið saman hnetusmjöri, hunangi, kókosolíu, bönunum og vanillu og hrærið saman við þurrefnin. Setjið deigið á smjörpappírsklædda plötu með tveimur matskeiðum eða ísskeið. Hver kaka er um 2 msk af deigi. Ýtið aðeins ofan á kökurnar, þær renna ekkert út við bakstur. Bakið í 13-15 mínútur eða þar til þær eru aðeins byrjaðar að brúnast í köntunum. Geymast vel í ísskáp í a.m.k viku.
Uppskrift af eldhusperlur.com