Fara í efni

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

Jógúrtgerð hér á bæ hefst yfirleitt á sunnudagseftirmiðdögum.

Þetta tekur mig ekki nema 5 mín þar sem öllu er skellt í blandara og geymist í 5 krukkum út vikuna.

Þetta grípur kallin minn svo með sér á virkum dögum sem morgunmat. Jógúrtin eru því fullkomin fyrir fólk sem á annríkt og vill geta gripið eitthvað fljótlegt með sér í morgunmat eða milli mála.

Ég breyti reglulega til í jógúrtgerðinni en um þessar mundir er kókosjógúrt með jarðaberjum og banana það sem hefur slegið verulega í gegn! Þú verður að prófa þetta!

DSC_2619

Jógúrtin fara sérlega vel í magan enda eru þau rík af hollri fitu frá kókosmjólk, góðum trefjum frá chia fræjum sem efla meltingu og gefa kraft fyrir daginn. En nafnið chia merkið styrkur sem lýsir fræjunum vel.

Ég legg chia fræ í bleyti kvöldið áður en ég geri jógúrtin en stundum hef ég gleymt og þá læt ég þau liggja í bleyti í 10 mín c.a.

DSC_2670

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

Bananajógúrtið
2 dós kókosmjólk
2 banani
1 krukka chia fræ útbleytt (c.a 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)
8 msk hamp fræ
6 dropar stevia með vanillubragði
(ég nota stevia frá via health)

Jarðaberjakrem
1 dós kókosmjólk
1 300 gr poki frosin lífrænt jarðaber (látin þiðna)
1 msk hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
6-8 dropar stevia venjulegt eða með jarðaberjabragði
Örlítið salt

Klst áður en uppskriftin er gerð eða daginn áður:
Leggið chia fræ í bleyti og geymið í kæli eða gert 10 mín áður.
Takið jarðaber úr frysti og látið pokan þiðna í skál í kæli.


1. Setjið öll hráefni fyrir kókosjógúrtið í blandara fyrir utan chia fræ og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við chia fræjum rétt undir lok og hrærið saman rétt svo chia fræjin blandast samanvið. Það er fallegast ef chia fræin fá að vera heil en ekki alveg blönduð saman.

2. Hellið jógúrtinu í krukkur. Ég fyllti fimm 500 gr krukkur að 3/4 (krukkurnar endurnýtti ég undan kókosolíu). Skolið blandarakönnuna.

3. Setjið allt í jarðaberjakremið í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Mikilvægt er að jarðaberin séu búin að þiðna fyrir bestu útkomu. Salt magnið eru c.a einn klípa og mikilvægt að hafa með fyrir endaútkomu jógúrts.

4. Hellið kremi í krukkurnar og fyllið þær. Geymið í kæli og að morgni má borða með skeið eða hræra saman og drekka sem þykkt og gott jógúrt. Einnig má setja í skál og skreyta með berjum

Ég vona því að þú prófir, því þetta er svo einfalt! Ég breyti reglulega til og getur þú séð fleiri gómsætar útgáfur af jógúrtum sem ég geri í Lifðu til fulls bókinni.

Endilega deilið á samfélagsmiðlum:)

DSC_2658

Heilsa og hamingja,
jmsignature