Ég hef reyndar gert þetta bæði með því að vera með ferskar kjúklingabringur og svo eins notað kjúkling sem hefur verið afgangur frá deginum áður en þá hef ég bara skellt honum beint í dressinguna. Held að þetta sé svona réttur sem flestum líkar við en er ferskur og hollur.
Takið kjúklingabringurnar og skerið í strimla, steikið á pönnunni upp úr kjúklingakryddinu,salti og pipar. Blandið saman í skál sýrða rjómanum og cesar salat dressingunni. Rífið parmesaninn smátt út í sósuna. Takið síðan kjúklinginn og blandið honum saman við sósuna.
Blandið hummus saman eins og uppskriftin segir til um – en það er gott að gera það áður en maður gerir allt hitt því þá verður hann bragðmeiri.
Takið síðan burritos kökurnar og hitið saman tvær og tvær saman ofan á hver annarri inn í ofni við 150°C í 10 mínútur og passið að setja ekki neitt yfir þær því það er best að hafa þær aðeins stökkar. Síðan set ég hummus á milli tveggja burritos kaka, set svo aftur hummus ofan á, dreifi rifnum mozzarellayfir og set síðan fullt af spínati, kjúklinginn og að lokum kasjúhneturnar.
Þetta er svo einfalt en algjör snilld og svo bragðmikið og gott.
Birt í samstarfi við
Tengt efni: