Kjúklingurinn
Kúskús-sæla
Aðferð - kjúklingur
1) Setjið vatn, döðlur og negulnagla í bott og sjóðið þar til döðlurnar fara að leysast upp. Takið þá negulnaglana úr og mixið vatnið með döðlunum í matvinnsluvél.
2) Hellið því aftur í pott og bætið sojasósu, hrísgrjónaediki, pipar, salti og paprikudufti við sósuna. Hrærið á vægum hita í nokkrar mínútur.
3) Steikið kjúklinginn upp úr olíu. Hellið sósunni yfir og steikið þar til kjúklingurinn er hérumbil fulleldaður.
4) Færið kjúklinginn í fat og bakið við 180 gráður í 12 mínútur
Aðferð / kúskús-sæla
1) Hellið vatni í pott og látið sjóða. Gott er að hella smá olíu út í vatnið. Hellið kúskúsinu þá út í - hrærið stutta stund og slökkvið undir.
2) Steikið grænkál, gulrætur og döðlur saman á pönnu upp úr olíu.
3) Þegar grænmetið er tilbúið blandið þá saman kúskúsi og grænmetinu á pönnunni.
4) Saltið og piprið.
Takið kjúklinginn út úr ofninum og berið fram ásamt kúskús-sælunni og því sem ykkur þykir best.