Kvöldmaturinn
Langt síðan ég hef fengið svona góðan mat.
Eða kannski útiveran hafi þessi áhrif ???
Allavega ég er pakksödd og á eftir að gera þetta fljótlega aftur.
Bragðmikið og jummí.
Grilluð Rose Kjúlla læri.
Krydd lögur:
1 sítróna (bara safinn)
4 rif hvítlaukur
Olía eftir smekk .... ég nota ekki of mikið.
Soyasósa eftir smekk.
Hræra öllu saman í flatt fat.
Þá leggja kjúklinginn í lögin.
Krydda með chilli salti - pipar - Garam masala - creola krydd.
Hræra vel upp í þessu öllu og leyfa að marenerast.
Þá grilla og njóta
Grænmetið "alltaf gott"
Skera niður smátt.
Gulrætur
Paprika
Rauðlauk
Kúrbít
Sveppir
Steikja á pönnu.
Sósan yfir grænmetið:
1 dós hrein jógúrt
1/2 dós rautt Sollu pestó
Hræra sósunni vel saman og hræra út í steikt grænmetið.
Hræra vel saman og hella yfir í fat.
Þá er að rífa yfir slatta af parmesan :)
Síðan var ég með soðið brokkál og blómkál.
Alveg sjúklega gott.