Fara í efni

Piccata Kjúklingur frá Eldhúsperlum

Piccata Kjúklingur frá Eldhúsperlum

Rétturinn er alveg einstaklega góður, þar sem kapers og sítrónubragðið er sannarlega áberandi.

Það er kjörið að bera piccata kjúklinginn fram með góðri kartöflumús eða bara einföldu grænu salati. Ískalt hvítvínsglas myndi sennilega ekki skemma fyrir..

 

 

 

 

Piccata kjúklingur (fyrir 4)

  • 4 kjúklingabringur, skornar í tvennt langsum og þynntar með buffhamri
  • 4 msk hveiti eða fínmalað spelt
  • 2 msk ólífuolía og 1 msk smjör
  • 2 dl hvítvín (hægt að sleppa og nota kjúklingasoð)
  • 1/2 dl nýkreistur sítrónusafi (eða ca. safinn úr hálfri sítrónu)
  • 3-4 msk kapers
  • 3 msk rjómi
  • Sjávarsalt, nýmalaður pipar og söxuð fersk steinselja

Aðferð:

Hitið pönnu á meðalhita og setjið á hana smjör og ólífuolíu. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar. dreifið úr hveitinu á disk og veltið kjúklingnum upp úr hveitinu.

Steikið kjúklinginn þar til eldaður í gegn eða í um það bil fjórar mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið á diski. Hækkið hitann á pönnunni og hellið hvítvíninu, sítrónusafanum og kapers út á. Látið sjóða niður í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum út í og smakkið til með salti og pipar.

Setjið kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í örfáar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur hitnað aftur í gegn. Stráið saxaðri steinselju yfir og berið fram. 

Uppskrift af vef eldhusperlur.com