Innihald: / 1 msk kókosolía / 2 rauðar paprikur / 200g heilar kasjúhnetur / 1 kgkjúklingabringur / 1 msk kókoshveiti (eða annað hveiti) / 1/2 tsk himalayasalt / 1 búnt vorlaukur.
Sósa: / 1/3 bolli tamarisósa eða sojasósa / 1/4 bolli eplaedik (eða hrísgrjónaedik) / 2 msk tómatpúrra / 2 msk kókospálmasykur / 1 tsk akasíuhunang eða hrátt hunang (eða bara 3 msk af annarri hvorri sætunni) / 3 hvítlauksgeirar / 1 msk ferskt rifið engifer / smásvartur mulinn pipar.
Þessi ótrúlega einfalda og góða uppskrift dugar fyrir ca. 4-6, tekur 10 mínútur að undirbúa og ca. korter að elda.
Í upprunalegu uppskriftinni er notað hrísgrjónaedik en ég skipti því út fyrir eplaedik. Þessi kjúklingaréttur hefur algjörlega slegið í gegn hérna á heimilinu og er orðinn okkar nýjasta uppáhald. Gott að bera fram með fullt af brakandi salati og flottu brauði.
Þessi kemur frá http://www.aspicyperspective.com
Meira á www.ljómandi.is - og það er enþá meira ljómandi.
Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is
Ég vona að ykkur líki ljómandi vel.
Bestu kveðjur, Valdís.