Nú ætlum við að skella í einn sumarlegan kjúkling og er að sjálfsögðu bæði hægt að grilla eða
steikja kjúklinginn á pönnu. Einfaldur og þægilega réttur og hreint afskaplega hollur og góður.
Kjúklingur með paprikusalsa
Kjúklingurinn kryddaður með rósmarín, pipar og salti og steikur í dálítilli olíu á pönnu við meðalhita í um 8 mín. á hvorri hlið, eða grillaður, þar til hann er rétt steiktur í gegn (gott að skera í eina bringuna til að athuga hvort hún er gegnsteikt). Á meðan eru paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla teninga. Tómatar og lárperan skorin í teninga og vorlaukurinn sneiddur. Öllu blandað saman í skál, kryddað með pipar, salti, og sítrónu- og límónusafi kreistur yfir. Söxuðum kóríander blandað saman við og látið standa smástund. Dreift á diska eða fat og kjúklingabringunum raðað ofan á. Salsan er líka góð með steiktu og grilluðu lamba- og nautakjöti, fiski o.fl.
Þessi uppskrift kemur frá vefsíðu íslenskt.is
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir