Talandi um heilsuráðstefnur, þá er ein spennandi framundan hér á landi sem ég verð á 26. maí í Hörpunni. Talsmenn ráðstefnunnar verða fremstu doktorar, vísindamenn og næringarfræðingar heims og munu þeir tala um áhrif sykurs á heilsu okkar. Kíktu á Foodloose ráðstefnuna hér
Ef þú hefur fylgst með mér í einhvern tíma getur þú hafa tekið eftir því að ég elska að tala um allt sem viðkemur heilsu, lífsstíl, jákvæðu hugarfari og vellíðan.
Í dag vil ég bjóða þér að tengjast mér betur.
Taktu stund og fylgdu mér á eftirfarandi samfélagsmiðlum svo að við getum kynnst betur!
Stærsti og umfangsmesti staðurinn sem ég tel mig vera á er á facebook. Fáðu góðar og einfaldar uppskriftir, ráð að meiri orku og þyngdartapi og margt margt meira. Vertu viss um að smella á “all on” í notifications til að fá allar tilkynningar!
Ég elska að deila með daglegu grænu drykkjunum mínum, nesti, ferðaráðum, nýjum heilsuvörum og hvað ég er að bralla. Bættu mér við og fylgstu með!
Gríptu það besta úr amstri dagsins hjá heilsumarkþjálfa, lærðu um spennandi nýja fæðu og fáðu hvetjandi orð sem bæta jákvæðni og hamingju inní daginn.
Hlakka til að kynnast þér betur!
Heilsa og hamingja,
Júlía heilsumarkþjálfi