Hér kemur uppskrift af einföldum mjólkurlausum súkkulaðiís sem er mjög vinsæll á þessu heimili.
Hér kemur uppskrift af einföldum mjólkurlausum súkkulaðiís sem er mjög vinsæll á þessu heimili.
Ég bý oftast til súkkulaðiís þar sem meira kókosbragð verður áberandi af vanilluísnum og ekki öllum sem þykir það gott.
Kosturinn við þennan ís er líka sá að engin hvítur viðbættur sykur er í honum heldur er hann sættur með döðlum sem gefa jafnframt góða mjúka áferð.
Hráefni:
- 1 dós kókosmjólk (ath. best ef hún inniheldur 70-80 % kókos)
- 1,5 dl döðlur
- 2 msk hreint kakó duft
- örlítið af hreinni vanillu og pínku pons salt
- Það má bæta út í ísinn gotteríi eftir smekk og tilefni. Það er gott að hafa hann eintómann með sósu en spari ísinn gæti innihaldið mulið oreo kex, appelsínusúkkulaði eða fyllt piparmyntu súkkulaði. (Þá er sykurmagnið auðvitað orðið meira en hér er hægt að ráða ferðinni).
Aðferð:
- Setjið allt í blandara og blandið vel.
- Bætið saman við ísinn súkkulaði eða öðru sem þið viljið hafa í stórum bitum.
- Hellið ísnum í box og setjið í frysti.
- Gott að taka hann út 20 mín áður en á að snæða hann.
Ef blandarinn ykkar er ekki sá kraftmesti er gott að nota fersku mjúku döðlurnar (munið bara að taka steininn úr).
Ef þið notið þurrkaðar döðlur er góð hugmynd að leggja þær í bleyti í klukkutíma áður en þið hefjist handa svo þær mýkist.
Hér er uppskrift af góðri súkkulaðisósu sem harðnar
Þetta er dæmi um mjög bragðgóða kókosmjólk:
Hún er reyndar ekki lífræn en innhaldslýsingin er svona: Hún fæst t.d. í Nettó og Fjarðarkaup og kostar í kringum 230-250 kr dósin.
Verði ykkur að góðu!
Uppskrift frá heilsumamman.com