Notað: matvinnsluvél og blandari
Botninn:
2 bollar möndlur og valhnetur (sem lagðar hafa verið í bleyti í amk 4 klukkutíma)
1 1/2 bolli mjúkar döðlur eða hunang
1/2 bolli kakóduft
1 tsk vanilludropar
Smá salt 1.
Byrjaðu á því að setja hneturnar í matvinnsluvél og malaðu í um 8 sek passaðu bara að blanda ekki of lengi því annars gæti blandan orðið olíukennd
2.Bættu döðlunum útí (ein í einu með vélina í gangi)
3. Bættu restinni af uppskriftinni útí og blandaðu saman (deigið ætti að festast saman þegar þú kremur það milli tveggja fingra)
4. Pressaðu deiginu í form, svo að botninn verði um 1 1/2 - 2 cm þykkur.
Kasjúfyllingin:
1 bolli kasjúhnetur sem lagðar hafa verið í bleyti í amk 2 klukkustundir
1 bolli möndlumjólk (Keypt eða heimatilbúin, sjá uppskrift neðst)
1/4 bolli agave sýróp
3/4 bollar kókosolía (hituð í vatnsbaði)
4 tsk vanillu dropar
1/4 bolli luccuma duft
2 msk lecithin (Lecithin gefur fyllinguna og er auk þess góð fyrir minnið)
1. Settu kasjúhneturnar, mjólkina, agave sýrópið og dropana í kröftugan blandara og blandaðu mjög vel ( í um 30-60 sek)
2. Bættu restinni af uppskriftinni útí og blandaðu þar til blandan er orðin silkimjúk
3. Helltu fyllingunni yfir botnin og settu inní frysti í um 1 klukkustund til að fá stífa köku svo þú getir sett mintukremið á kökuna.
Mintu kókoskremið:
1 1/2 bolli dökkt agave sýróp
1 1/2 bolli kakóduft
2/3 bollar kókosolía (hituð í vatnsbaði/bráðin)
1/2 tsk pipparmintudropar 1/2 bolli fínmalað kókosmjöl
Smá salt
1. Settu allt í blandara og blandaðu vel saman (blandan gæti orðið svolítið stíf, hrærðu inná milli með skeið)
2. Taktu kökuna út út frystinum og settu kremið á kökuna
3. Gaman er að skreita kökuna með kókosmjöli
4. Settu kökuna inní frysti aftur í amk 1 klukkustund (það er hægt að geyma kökuna inni í frysti í allt að 3 vikur)
Möndlumjólkin (val):
1 bolli möndlur (sem lagðar hafa í bleyti í um 8 klukkustundir)
5 bollar vatn
2 döðlur eða 1 msk agave sýróp
1 tsk vanilludropar eða hnífsoddur vanilluduft
1. Allt sett í blandara og blandað vel í um 2-3 mín.
2. Hellt í gegnum spírupoka eða sigti og hún er tilbúin Ath: Ef þið kjósið að kaupa möndlumjólkina út út búð er það í fínu lagi líka.
Uppskriftin er frá rafbók Júlía Magnúsdóttir "Sektarlaus sætindi fyrir mjórra mitti" sem má sækja ókeypis hér:
(lifdutilfulls.leadpages.net/sektarlaus-skraning ) .
Júlía Magnúsdóttir er næringar- og lífsstílsráðgjafi og stofnandi Lifðu Til fulls heilsumakrþjálfun sem hjálpar einstaklingum að léttast, auka orku og lifa með sátt í sínu skinni með hennar sannprófuðu 5 daga matarhreinsun (http://lifdutilfulls.is/okeypis-kennslusimtal/webinar-register.php? ) , ókeypis sykurlausa áskorun sem hún heldur , lífstíllsþjálfun og heilsubloggi (http://lifdutilfulls.is/blogg/ ).