½ kíló af rabarbara
1 dl vatn
1 vanillustöng, skorin eftir endilöngu
Aðferð:
Allt sett í pott og soðið þar til rabarbarinn er orðinn vel mjúkur. Gumsið síað gegnum sigti eða klút, þá fást ca 2-3 dl af vökva.
½ kg af sykri soðið saman við vökvann í 5-15 mínútur, kælt og notað með ís og á pönnukökur eða bara eitt og sér.
Heimild: nlfi.is