En í dag er vefurinn stútfullur af dásamlegum glútenlausum uppskriftum svo þetta er ekkert mál.
2 meðalstórar rauðrófur
Extra virgin ólífuolía
Balsamic vinegar
Forhitið ofninn í 200 gráður. Á meðan ofninn er að hitna skaltu bera á bökunarplötu þunnt lag af extra virgin ólífuolíu.
Nú skerðu rauðrófurnar í mjög þunnar sneiðar, getur notað ostaskerann t.d Raðaðu svo þunnu sneiðunum á plötuna. Alls ekki setja þær ofan á hvor aðra.
Best er að vera í gúmmíhönskum á meðan þú ert að meðhöndla rauðrófurnar því annars verða fingurnir rauðir.
Nú skal baka flögurnar í 20 mínútur, snúa þeim við eftir 10 mínútur.
Settu nú létt yfir balsamic vinegar. Það verður að fara á flögur á meðan þær eru sjóðheitar.
Hafið í huga að þessar flögur minnka í baksti svo reynið að hafa sneiðarnar sem stærstar.
Þær má svo geyma í pappírspoka ef það klárast ekki allur skammturinn.
1 eða 2 þroskuð avókadó
1 hvítlauksgeiri – fínt saxaður
1 bolli af niðurskornum tómötum
1 lime
Graslaukur og kóríander eftir smekk
Skerðu avókadó í bita og settu í skál. Því næst skal blanda saman hvítlauk, tómötum, graslauk og kóríander. Passaðu upp á að stappa ekki avókadóið því það á að vera chunky, heldur er betra að hræra varlega saman. Setjið núna yfir safann úr lime yfir ídýfuna og blandið honum saman við. Núna skal bera þetta fram með flögunum og dýfa í.
Það er líka rosalega gott að skera niður gulrætur, gúrku, papriku og fleira og dýfa í þetta guacamole.