Hráefni:
2 bananar skornir í sneiðar og fryst
½ bolli af jarðaberjum, skorin í sneiðar og fryst
2 msk af möndlumjólk
½ tsk af vanillu
Leiðbeiningar:
Taktu bananasneiðar og raðaðu þeim á plötu og skelltu í frysti í tvo klukkutíma (yfir nótt er samt best)
Gerðu það sama við jarðaberin.
Taktu nú frosnu sneiðarnar af banana og jarðaberjum úr frysti og skelltu í blandara og láttu blandast þangað til þetta er orðið mjúkt.
Bættu út í möndlumjólkinni eftir smekk og vanillunni og láttu þetta blandast vel.
Settu nú blönduna í form sem má fara í frystinn og láttu þetta vera yfir nótt.
Nú er ísinn tilbúinn og njóttu vel með fjölskyldu og vinum.
Ps: það má nota hvaða ávexti sem er í þessa uppskrift.