Góðan daginn.
Í gær gaf ég ykkur uppskrift af góðu brauði
Stútfullu af fræjum.
Margir eiga ekki eitt einasta fræ til í eldhússkápnum sínum.
Ég var þar :)
Svo þegar að ég byrjaði að kaupa fræ.....þvílíkur leyndur fjarsjóður :)
Meltingin fór hamförum.....og þegar að meltingin er í góðu lagi er allt í góðu lagi
Svo einn daginn fattaði ég meira að segja að það er hægt að búa til mjöl úr fræjum....semsagt hægt að baka upp úr mjöli úr fræjum.
Vá lífið var alltaf að koma mér á óvart
Og það er ekkert mál að græja svona mjöl sjálfur.
Bara í blandarann og vinna í spað....og mjölið komið.
Líka hægt að búa til möndlumjöl þannig .
Þetta er mikið sparnaðar ráð .
En þetta er svona byrjunar ráð með fæin og þegar að maður kynnist þessu öllu má bæta við svo ótal mörgum tegundum í viðbót.
Allavega þeir sem áttu engin fræ í gær...en eru núna komin heim með fræ út um allt eldhús
Eða þeir sem eiga fræin og kannski ekki nota.....og eru að verða útrunnin.
Það er ekki málið :)
Borðum fræin....en hvernig??
Ég blanda orðið mitt eigið Múslí.
Þetta er mjög svipað Músli og ég verslaði mér alltaf inn frá Sollu.
En fattaði að það er aðeins dýrara að kaupa alltaf allt tilbúið
Svo græjaði mitt sjálf.
Það er sparnaður
Alltaf að reyna spara á landinu kalda.
Þetta Muslí er grunnur.
Og æðislegt að blanda ávöxtum og berjum saman við.
Grískri jógúrt sem desert....
Ég blanda í svona Músli.
Tröllahafrar ( mér finnst sollu góðar)
Rúgflögur
Sólblómafræ
Hörfræ
Hrísflögur frá Sollu (Hrísflögurnar eru glútenlaust morgunkorn)
Blanda þessu vel saman...hristi saman í stóra krukku .
Þetta fæ ég mér á morgnana.
Bæti út í Kíví og sveskjum .
Voða vanaföst kona.
Sólblómafræin nota ég líka þurrsteikt af pönnu með smá chilli salt yfir salat.
Eða sem smá snakk :)
Hörfræin nota ég í morgunkornið og geri líka stundum mjöl úr þeim og nota í bakstur eða Boost .
Tröllahafrar nota ég í svo margt....bakstur og grautar eru vinsælir .
Hrísflögurnar er hægt að nota í nammi gerð :)
Þannig að fræin á þessum bæ spænast upp
Sitja ekki og bíða þess að vera ruslað í ruslið ....
Með svona morgunkorni drekk ég vel af vatni .
Alltaf áður en ég fæ mér morgunmat fæ ég mér tvö vatnsglös.
Þetta eru ekki geimvísindi og mörg okkar kunnum alveg á þetta allt saman
En þetta var allt saman lokaður heimur fyrir mér áður....hristi bara hausinn og óð í Special K-ið.....sem lofaði mér nokkrum gallabuxnastærðum niður ef ég bara borðaði ....ég stækkaði bara :)
Það er svo margt sem breyst hefur í kringum mataræðið mitt sem í dag er bara venjulegt .
Ég borða tildæmis nóg af mat og er aldrei svöng....heppin :)
Borða mikið af lifandi og hreinum mat.
Svo ég er lítið í rakakremum og rándýrum andlitskremum....bara borða á mig rakann .
Því ég nota nóg af feitum fisk, omega , avacado og annari olíu til að fá ekki uppraknaða húð....ég var sem hreistraður fiskur alltaf af þurki hér áður .
Að drekka nóg af vatni....já ég veit djö$#"! heyrir maður þetta endalaust....
Ég drakk svo mikið af Pepsi max hér áður að það hlýtur að hafa komið niður á sölutölum þegar að ég gaf þann fjanda frá mér .
Og fráhvörfin sem ég gekk í gegnum .
Aldrei aftur takk.
Vatn og aftur vatn
Við þurfum nefnilega nóg af vatni.
Búin að sættast við vatnið.
Tók smá tíma...og mörg Soda stream hylki.
En núna er það dottið út....og bara hreina góða vatnið tekið yfir :)
Ég er samt ekki heilög í mataræði
og hleyp ekki burtu með krosslagaðar fingur í kringum afmælis og önnur boð
Neibb....allt í gott í hófi.
Þótt ég láti lítið af hnallþórum og svoleiðis gleði inn fyrir mínar varir í dag...eru þær ekki eitraðar
Bara kýs að sleppa
EN það hefur svo margt breyst í kringum mataræði ísl.
Og í dag er alltaf eitthvað hollt í boði
Sælgæti og kökur þurfa ekki að vera stútfullar af hvítum sykri.
Heldur er alveg hægt að gera og græja úr hollu hráefni.
Líka nammi
Jæja ég er í fríi frá Heilsuborginni á fimmt.
Svo hef smá tíma í garðinn :)
Grænmetis garðurinn er allur að koma til.
Og það er snarbrjálaður Rabbabari um allan garð núna
Þarf að fara græja eitthvað úr honum....er ekki neitt sérstaklega hrifin af rabbabara.
Ræktaði hann upp frá fræjum fyrir mömmu mína.
En hún er farin....svo engin tekur rabbabarann minn :(
Þá er bara finna sjálf útúr þessari dásemd.
Jæja eigið góðan dag
Og allir út í búð og græja fræ.