Má frysta.
2 meðal stórir rauðlaukar – hreinsa og skera í þunnar sneiðar
1 lítil rauð paprika, hreinsa og skera í litla bita
2 msk af ólífuolíu
1 rautt chilli, hreinsað og saxað niður
2 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir niður
1 lítill biti af fersku engifer, saxa niður
200 ml af rauðvíns ediki
140 gr af dökkum púðursykri eða öðru sætuefni (má nefna muscovado sykur)
1 tsk af 5 krydda dufti (5 spice powder)
200 gr af rifsberjum, hreinsa af stilkum
Takið góða pönnu og setjið lauk, papriku og olíuna á látið steikjast í 5-8 mínútur á háum hita þar til allt er orðið mjúkt.
Takið af pönnu og setjið til hliðar.
Takið nú chillí, hvítlaukinn og engifer og setjið á pönnuna ásamt helmingi af rauðvínsedikinu. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 2-3 mínútur.
Bætið nú lauk og papriku, ásamt restinni af edikinu saman við, einnig sykrinum, kryddi og 1 tsk af grófu salti.
Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 5 mínútur eða þar til blandan er þykk.
Bætið nú rifsberjum saman við og látið malla í aðrar 5 mínútur eða þer til berin eru sprungin en eru samt örlítið berjaleg ennþá og ef þú smakkar til þá á blandan að vera frekar sýrópskennd á bragðið.
Takið af hita, hellið í góðar hitaþolnar krukkur.
Geymist í ísskáp í 3 vikur.
Einfalt að margfalda uppskrift ef þú vilt eiga í frystinum.