Uppskriftin í dag er matarmikið túnfisksalat í hollari kantinum sem heldur sér vel og er laust við majónes.
Ofsalega gott, prófið bara.
Hentar vel í á samlokur í útilegur.
Matarmikið túnfisksalat:
- 1 lítill rauðlaukur eða 1/2 stór, smátt skorinn
- 1 rauð paprika, smátt skorin
- 4 harðsoðin egg, smátt skorin
- 2 dósir túnfiskur í vatni (vatni hellt af)
- 4 msk Philadelphia light rjómaostur
- 4 msk Kotasæla
- Vel af nýmöluðum svörtum pipar
- Söxuð fersk steinselja
Aðferð:
Öllu blandað vel saman. Smakkað til með pipar. Stórgott á ristað brauð eða hrökkbrauð.. uppáhaldið mitt er að setja salatið á gróft rúgbrauð.
Uppskrift: eldhusperlur.com