Uppskrift er fyrir tvo. Auðvelt að stækka.
1 stór sæt kartafla
¼ bolli af þurrkuðum ósætum trönuberjum
4 rauðrófur, án hýðis
1 haus af grænkáli
Pecan hnetur
½ bolli af elduðu quinoa
2 msk kókósolía
Salt og pipar
2 msk af hrá epla ediki
1 tsk af wasabi
Safi úr einu lime
¼ bolli extra virgin ólífuolíu
Forhitið ofninn í 180 gráður
Skerið kartöflu í bita sem eru c.a 3 cm hver. Afhýðið ferskar rauðrófur og skerið í jafnstóra bita og kartaflan er skornin.
Skellið á bökunarplötu sem hefur verið hulin með bökunarpappír, hristið saman rauðrófu og kartöflu ásamt salti, pipar og kókósolíunni.
Á meðan grænmetið bakast þá skal taka grænkálið og hreinsa í soðnu vatni í um 2-3 mínútur, þetta gerir það að verkum að grænkálið er ekki eins beiskt á bragðið. Svo skal láta renna á það ískalt vatn.
Takið stóra skál og skellið saman sætu kartöflunni, rauðrófu, pecan hnetum, trönuberjum, grænkáli og quinoa.
Til að gera dressinguna, setjið edik, wasabi og lime safann í blandara og blandið á meðal hraða í 30 sekúndur. Setjið blandara svo á lægstu stilling og hellið olíunni saman við og látið hrærast lengur.