Kvöldmaturinn léttur og góður.
Fínt svona eftir Páska :)
Hörpudiskur með turmenik blómkálsgrjónum.
Hörpudiskurinn.
Gul paprika
Vorlaukur
Ferskt Mango
Hvítlaukur
1 tsk. smjör
1msk. matreiðslurjómi
Salt og pipar
Skera grænmetið smátt .
Steikja á pönnu og leggja til hliðar.
Þá er að bræða smjörið og bæta hvítlauknum við ( merja hann vel) .
Steikja fiskinn og blanda svo öllu saman.
Blómkálsgrjónin
Blómkálið rifið og sett í sjóðandi vatn með grófu salti og turmenik.
Soðið í 3 min.
Láta leka mjög vel vatnið af grjónunum .
Ég notaði heilan poka af Hörpudisknum ( fæ svona poka í Krónunni)
og dugar þessi réttur fyrir þrjá.