Fara í efni

Laxaklattar með æðislegri sítrónusósu

Einfalt og ofsalega gott.
Laxaklattar með æðislegri sítrónusósu

Einfalt og ofsalega gott.

Osturinn og steinseljan gera þessa laxaklatta algjört æði og svo passar sósan svo vel með, ásamt fersku salati.

Uppskrift eru 4 klattar eða fer eftir stærð.

Hráefni:

500 gr af laxi

1 lítill laukur, saxaður smátt

1 egg

½ bolli af ferskri brauðmylsnu

1 msk af Worcestershire sósu

¼ tsk af ferskum svörtum pipar

¼ bolli af rifnum Cheddar osti

2 msk af ferskri steinselju – saxaðri

2 msk af KORNAX hveiti til að velta klöttum uppúr

¼ bolli af smjöri

3 msk af ólífuolíu eða þinni uppáhalds olíu

Leiðbeiningar:

Settu lax, lauk, egg, brauðmylsnu, Worcestershire sósu, svartan pipar, ostinn og steinselju í matarvinnsluvél og látið blandast vel saman.

Mótið svo úr blöndunni fjóra klatta. Dreifið svo létt yfir hveitinu báðu megin. Látið þá standa í um 20 mínútur. (hægt að undirbúa sósuna á þessum tíma).

Takið stóra járnpönnu (skillet) og hitið smjör og olíuna yfir meðal hita.

Eldið klatta þar til þeir eru gullbrúnir á báðum hliðum. Tekur um 10 mínútur.

Leggið á pappír og þerrið áður en raðað er á diska.

Sítrónusósan

Hún er aðeins krydduð og tilvalin með lax eða öðrum fiski.

Hráefni:

2 msk af smjöri

4 tsk af KORNAX hveiti

¾ bolli af möndlumjólk eða þinni uppáhalds

2 msk af ferskum sítrónusafa

¼ tsk af sjávarsalti

1/8 tsk af cayenne pipar

Leiðbeiningar:

Bræðið smjör í potti á meðal hita. Hrærið hveiti saman við og búið til hálfgert deig.

Hrærið nú mjólkinni hægt saman við. Látið suðu koma upp og hrærið stöðugt.

Látið sjóða í 2 mínútur eða þar til sósa er þykk.

Takið af hita og hrærið sítrónusafa saman við, ásamt salti og cayenne pipar.

Berið fram laxaklatta og sósu ásamt þínu uppáhalds ferska salati.

Njótið vel!