Kvöldmaturinn.
Þetta er alveg sjúklega gott. Ég var líka með spelt pasta með fyrir fjölskylduna.
Sleppti því sjálf í kvöld.
Einn sá besti fiskréttur sem ég hef smakkað...."Jummí"
Fiskréttur.
Steinbítur
1 askja Létt sveppaostur
Rauð Paprika
Vorlaukur
Blómkáls stiklar ( Blómkáls blómin nota ég í grjón)
Sætar kartöflur
Eggaldin
Hvítlaukur
Sveppir
Herbes de Provence
Cayenne pipar
Mulin blandaður pipar
Falk salt
1 tsk. ísl smjör
1 msk. grænmetiskraftur frá Sollu
3dl. vatn
1 dl. matreiðslurjómi
Aðferð.
Leggja fiskinn í eldfast mót og krydda.
Skera allt grænmetið yfir nema taka sveppina frá.
Sósan yfir fiskinn.
Skera sveppina niður og steikja með mörðum hvítlauk.
Bæta við vatninu , ostinum og grænmetis kraftinum.
Sjóða saman og bæta rjómanum við.
Hella sósunni yfir fiskréttinn.
Og inn í ofn og baka í um 45min án blásturs á 220gráðum.
Þetta er alveg sjúklega gott.
Ég var líka með spelt pasta með fyrir fjölskylduna.
Sleppti því sjálf í kvöld.
Njótið