En ansi margar rannsóknir eru svo sannarlega að sýna annað. Súkkulaði er hollt og á heima með heilsusamlegum mat.
Þú þarft að borða meira af súkkulaði og hérna eru ástæðurnar hvers vegna.
Kakóið er lykillinn
Kakó er búið til úr kakóbaunum og er aðal hráefnið sem heilsan hlýtur ávinning af þegar þú borðar dökkt súkkulaði. Kakó er stútfullt af flavonol andoxunarefnum, en það er mikilvægt efni sem ætti að vera í hverri máltíð.
Flavonoids má einnig finna í mörgu grænmeti og ávöxtum, án þessa efnis væru ávextir og grænmeti litlaust. Sem andoxunarefni þá stöðvar flavonoids niðurbrot á frumum í líkamanum, þér heilsast betur og það besta er, flavonoids vinnur gegn ótímabærri öldrun og mörgum alvarlegum sjúkdómum.
Rannsóknir hafa sýnt að flavonoids styrkir varnir líkamans gegn lungnakrabbameini. Já, súkkulaði vinnur gegn krabbameini.
Líkami og sál
Hefur þú spáð í því afhverju fólk sækir í súkkulaði ef því líður illa? Eða afhverju fólk borðar súkkulaði þegar það er að fagna góðum árangri?
Súkkulaði hefur nefnilega þau áhrif á okkur að það eykur góðu hormónana í líkamanum. Við fáum okkur smá bita af dökku súkkulaði og okkur líður vel.
Dökkt súkkulaði hefur áhrif á blóðþrýstinginn og það aðstoðar við að framleiða bakteríur í líkamanum sem eru okkur nauðsynlegar. Einnig getur dökkt súkkulaði komið lagi á járnbúskapinn.
Þessi prósentan eða hin
Til að fá sem mest og best úr dökku súkkulaði þá verður hlutfall kakós að vera hátt. 60% er í lagi en súkkulaði með hærra hlutfalli af kakó er enn betra og hollara.
Hvað ber að varast?
Auðvitað er súkkulaði uppáhald hjá þeim sem elska sælgæti.
Passaðu þig á að rugla ekki saman rjómasúkkulaði og þessu dökka holla.
Veldu súkkulaði sem er lágt í sykri en afar ríkt af kakói.
Heimild: lifegooroo.com