Jæja elskurnar, hér er dýrðleg uppskrift að hvítsúkkulaðimús. Hvítt súkkulaði er náttúrlega EKKI súkkulaði en hvað með það! Þessi hvíta súkkulaðimús er unaðslega góð og geggjuð með kældu hvítvíni eða kampavínsglasi!
Jæja elskurnar, hér er dýrðleg uppskrift að hvítsúkkulaðimús. Hvítt súkkulaði er náttúrlega EKKI súkkulaði en hvað með það!
Þessi hvíta súkkulaðimús er unaðslega góð og geggjuð með kældu hvítvíni eða kampavínsglasi!
Hráefni:
100 g hvítt súkkulaði
2 eggjarauður
2 mats. sykur
1½ eggjahvítur
125 g hindber
125 g brómber
Sítrónumelissa nokkur blöð
- Brjóttu súkkulaðið í lítil stykki og bræddu í vatnsbaði í skál yfir litlum skaftpotti.
- Þeyttu eggjarauðurnar samanvið sykurinn og hrærðu bræddu súkkulaðinu samanvið.
- Stífþeyttu eggjahvíturnar og hrærðu þeim saman við eggjarauðu og súkkulaðiblönduna og bætið 200 g berjunum saman við að síðustu.
- Setjið í 3 glös og látið standa í ísskáp í 2 tíma.
- Skreytið músina með berjum og sítrónumelissublöðum áður en þið berið fram.!
NJÓTIÐ!
Uppskrift af vef sykur.is