Súkkulaði partýpopp
Innihald:
10 bollar tilbúið popp (helst poppað í potti)
¾ bolli hunang
½ tsk sjávarsalt
½ - 1 tsk kanill
½ tsk cayennepipar
80gr dökkt súkkulaði – lágmark 70% - brætt
Muffinsform 20-30 stk.
Aðferð:
1) Setjið poppið í stóra víða skál.
2) Hunangið og saltið ásamt kanil og cayennepipar er hitað í litlum pott á vægum hita – um leið og hunangið er bráðnað þá er potturinn tekinn af hellunni.
3) Hellið blöndunni varlega yfir poppið. Fínt að hella smátt og smátt þannig að það dreifist vel yfir allt poppið.
4) Þegar hunangsblandan hefur kólnað þá er gott að nota ískúluskeið og áætla magnið í hvert muffinsform miðað við skeiðina.
Raðið formunum t.d. í mót sem kemst inn í ískápinn. Setjið í smástund í kælinn.
5) Á meðan er súkkulaðið brætt. Þegar súkkulaðið er orðið fljótandi þá er poppið tekið út úr ískápnum og súkkulaðinu er hellt jafnt yfir öll muffinsformin.
Ath. Geymið súkkulaðipoppið í kæli þar til það er borið fram – þannig helst það ferskara.
Njótið!
Með heilsukveðju,
Ásthildur Björns