Þær eru góðar bæði kaldar og heitar og eru tilvaldar í morgunmatinn.
Þær geymst í loftæmdu boxi í ísskáp í viku.
Þær innihalda ekki egg, hvítt hveiti né sykur og eru aðeins 142 kaloríur.
Uppskrift er fyrir 8 skonsur.
½ bolli af höfrum
½ bolli af hreinum grískum jógúrt
3 msk af maple sýrópi
3 msk + 2 tsk af undanrennu – skipta
1 tsk af vanillu extract
1 bolli af heilhveiti eða glútenlausu hveiti
2 tsk af kanil
1 ½ tsk af matarsóda
¼ tsk salt
1 ½ msk af ósöltuðu smjöri – kalt og skera í kubba
2 ½ msk af litlum súkkulaðibitum – skipta
Forhitið ofninn í 250 gráður. Hyljið bökunarplötu með bökunarpappír.
Takið skál og hrærið saman höfrum, grískum jógúrt, sýrópi og 3 msk af undanrennu.
Takið aðra skál og hrærið sama hveitinu, kanil, matarsóda og salti. Skerið svo smjörið saman við. Gott er að nota ostaskera ef smjörið er hart.
Búið til holu í miðjunni. Bætið hafrablöndu saman við. Hrærið þar til allt er blandað saman.
Hellið súkkulaði saman við og hrærið varlega svo bitarnir klessist ekki.
Hellið nú deigi á bökunarpappírinn. Notið sleikjuspaða og mótið deig í hring.
Notið rest af undanrennu til að pennsla yfir allt saman. Skerið deig í 8 jafnstórar sneiðar.
Takið súkkulaði bita og þrýstið þeim hér og þar ofan á deigið.
Látið bakast í 23-27 mínútur eða þar til toppur og hliðar eru gylltar.
Látið skonsur kólna á plötu í um 5 mínútur. Færið svo á grind.
Berið fram nýbakaðar eða kaldar.