Ostakökur eru algjör dásemd að mínu mati. Þær má bera fram spari og hversdags.
Ostakökur eru algjör dásemd að mínu mati.
Þær má bera fram spari og hversdags.
Þessi ostakaka er ekkert nema hollustan og er algjör snilld sem eftirréttur.
Hráefni í botn:
1 bolli af rifinni kókóshnetu – hvíti hlutinn
1 bolli af brazil hnetum
10 döðlur, fjarlægja fræ
1msk af cacao or cocoa
Blandið þessum hárefnum vel saman í blandara – matarvinnsluvél og takið fram kringlótt form og setjið blönduna í formið og þrýstið henni vel niður í botninn.
Ostakakan – fyrri hluti
2 bollar af frosnum hindberjum
8 döðlur án steina
1 tsk af vanillu
- Blandið þessu öllu saman og það mjög vel, notið svo skeið til að setja þetta í skál og setja til hliðar.
Ostakaka – seinni hluti
2,5 bolli af hrá-kasjúhnetum (350 gr)
3 stútfullar msk af kókósolíu
1 tsk af vanillu
Safi úr einni sítrónu
½ bolli af vatni
Leiðbeiningar:
- Blandið öllum hráefnum úr hluta tvö í matarvinnsluvélinni og passið að allt sé mjúkt og flott. Þetta mun taka svolítinn tíma. Passið að allt hráefni fari í blönduna.
- Þegar þú ert ánægð með hvernig blandan lítur út þá skaltu setja helminginn af hindberjunum saman við og láta blandast mjög vel. Endurtaktu með blöndunni sem þú settir til hliðar.
- Núna skaltu skella þessari blöndu yfir botninn og setja í frysti. Helst leyfa þessari að vera yfir nótt í frystinum.
Njótið vel!
Ps: þessi kaka er súper góð, holl og sómar sér afar vel sem eftirréttur.