Þú getur notað gulrótina í salatið þitt nú eða bara sem hollt snakk á milli mála. Í gulrótum eru
mörg mikilvæg næringarefni sem eru afar góð fyrir augun, húðina, tennur og meltingarveginn.
Efnið beta-carotene er ríkjandi í gulrótum. Í einni gulrót er gríðarlegt magn af
A-vítamíni, beta-carotene, andoxunar efnum og steinefnum.
Beta Corotene er þekkt fyrir að vera eitt öflugasta andoxunarefnið sem hjálpar líkamanum að berjast gegn öldrun.
Lifrin okkar breytir svo þessu beta-carotene í A-vítamín sem hjálpar sjóninni.
Ef þú vilt vera viss um að halda góðri sjón fram eftir aldri þá skaltu vera dugleg(ur)
að borða gulrætur. Þetta mikla magn A-vítamíns sem þær innihalda getur einnig hjálpað
þeim sem eiga erfitt með að sjá vel þegar rökkva fer, t.d við akstur og fleira.
Gulrætur geta dregið úr hættunni á að fá ákveðnar tegundir af krabbameini.
Má nefna, brjósta, ristils og lungna krabbamein.
Gleymdu þessum fegrunar aðgerðum og öllum þessum kremum sem eiga að gera þig unglegri.
Borðaðu gulrætur daglega. Háu hlutföllin af beta-carotene sem vinnur eins og andoxunarefni
hægir á þeim skemmdum sem húðin hefur þegar orðið fyrir og hægir á öldrum fruma.
Ef þú vilt fá bjarta og glóandi húð notaðu andlits maska búinn til úr gulrótum. Best er að kreista
safan úr þeim og blanda saman við hunang og bera á andlitið.
Gulrætur eru einnig afar góðar fyrir hjartað. Í þeim eru efni eins og alpha carotene,
beta carotene og lutein og þessi efni saman hjálpa hjartaheilsunni.
Gulrætur eru meira að segja góðar fyrir tannheilsuna.
Tvö glös af gulrótarsafa á dag styrkja ónæmiskerfið um allt að 70% þannig að það ættu allir að
bæta þessari töfra gulu-rót við daglega neyslu.