Gestapennar
Gestapennar
- Nafn Arnrún Magnúsdóttir
- Starfsheiti Leikskólakennari og deildastjóri
- Netfang fraedslaekkihraedsla@gmail.com
Arnrún Magnúsdóttir er menntaður leikskólakennari og er með óbilandi áhuga fyrir starfinu sínu og börnum yfirleitt. Hún er hugmyndasmiðurinn af forvarnarverkefninu FRÆÐSLA EKKI HRÆÐSLA og hefur heldur betur slegið í gegn. Hún gerði sér lítið fyrir og bjó til kennsluefnið Lausnahringinn sem notaður er á leikskólum til að kenna börnum að setja mörk.
- Nafn Bára Agnes Ketilsdóttir
- Starfsheiti Menntun/gráða: BSc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1995, Meistaragráða MA í Mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 2005. Einkaþjálfarapróf frá Einkaþjálfaraskóla World Class 2007.
- Netfang
Fullt nafn: Bára Agnes Ketilsdóttir
Menntun/gráða: BSc í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1995, Meistaragráða MA í Mannauðsstjórnun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 2005. Einkaþjálfarapróf frá Einkaþjálfaraskóla World Class 2007.
Starf/Störf: Starfandi hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi frá því 1992.
Starfsferill: Stofnandi, þjálfari og framkvæmdastjóri Toppfarar ehf frá því 2007. Hjúkrun á LSH frá því 1992 auk ýmissa annarra starfa eins og hjá World Class, Tollstjóranum í Reykjavík, Lögreglunni í Reykjavík og Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna.
Félagsstörf: Formaður meistaranema í viðskipta- og hagfræðideild HÍ 2004 – 2005. Í stjórn Félags maraþonhlaupara.
Áhugasvið/Áhugamál: Fjallgöngur, langhlaup, útivera, tónlist, handavinna, bókalestur, fótbolti.
Vefsíða sem þú skrifar reglulega inn á: www.toppfarar.is - uppfærð nokkrum sinnum í viku.
- Nafn Bergur Konráðsson
- Starfsheiti Kírópraktor
- Netfang kiro@kiro.is
Bergur útskrifaðist sem Doctor of Chiropractic frá Palmer College of Chiropractic í Davenport, Iowa eftir 5 ára háskólanám. Hann starfaði að loknu námi í Illinois fylki og hefur starfað á Íslandi síðan 1995. Bergur er leiðandi kírópraktor á Íslandi og hefur verið í stjórn og meðlimur Kírópraktorfélagsins frá upphafi. Bergur hefur mikinn áhuga á því að efla kírópraktík á Íslandi og hefur meðal annars flutt inn erlenda fyrirlesara og aðstoðað íslenska nemendur að komast í kírópraktíknám erlendis. Bergur sækir reglulega endurmenntun í kírópraktík erlendis.
Árið 2010 fór Bergur í sjálfboðavinnu sem kírópraktor til Haítí og ári seinna fór hann til New Orleans með samtökunum Habitat for Humanity til endurbyggingar á húsnæði.
- Nafn Díana Ósk Óskarsdóttir
- Starfsheiti Guðfræðingur, Mag.theol & ICADC ráðgjafi
- Netfang namskeidin@gmail.com
Díana Ósk er guðfræðingur, Mag.theol., hún hefur alþjóðleg réttindi sem ICADC ráðgjafi og er félagi í fagsamtökunum IC&RC. Díana hefur hlotið þjálfun hjá “Piu” Patricia Mellody í Arizona 2008 “Post Induction Therapy Training” og setið “Understanding and Treating Self-Injury and Self-Mutilationn Behaviors” hjá Patrick L. DeChello.
Díana Ósk starfaði sem ráðgjafi Foreldrahúss í tæplega fjögur ár, hún var dagskrárstjóri Eftirmeðferðar Foreldrahúss í þrjú ár. Einnig vann hún sem áfengis og vímuefnaráðgjafi hjá Teigi, Landspítala háskólasjúkrahúsi og starfrækti eigin stofu í nokkur ár.
- Nafn Elfa Guðmundsdóttir
- Starfsheiti Tannlæknir
- Netfang elfa@tannlaeknir.is
Elfa Guðmundsdóttir DDS, MS bíður upp á alla almenna tannlæknaþjónustu, svo sem fegrunartannlækningar, tannfyllingar, rótfyllingar, krónu- og brúargerðir og heilgómagerðir. Einnig hefur hún sérhæfingu í:
• Ísetningu tannplanta með eða án beinígræðslu
• Sínuslift
• Rótarenda aðgerðum
• Endajaxlatöku og öllum almennum tanndrætti
• Fegrunar tannholds aðgerðum með mjúkvefjalaser
• Tannholdsaðgerðum til að hylja bera tannhálsa
- Nafn Fritz Már Jörgensson
- Starfsheiti Guðfræðingur, Mag.theol, iðnrekstrarfræðingur & rithöfundur
- Netfang namskeidin@gmail.com
Fritz Már er guðfræðingur, Mag.theol., og hefur sótt námskeið í ,,Understanding and Treating Self-Injury and Self-Mutilationn Behaviors‘‘ hjá Patric DeChello.
Fritz Már er einnig iðnrekstrarfræðingur og rithöfundur eftir hann hafa verið gefnar út bækur hér heima og erlendis. Fritz hefur auk þessa starfað við fararstjórn, þáttagerð í sjónvarpi, rekstur og rekstrarráðgjöf og verið með margskonar námskeið þessu tengt.
- Nafn Geir Gunnar Markússon
- Starfsheiti Næringarfræðingur og einkaþjálfari
- Netfang
Geir Gunnar Markússon er næringarfræðingur og einkaþjálfari, eigandi Heilsugeirans.
Menntun
- 2020 – 2021 Einkaþjálfaranám við Íþróttaakademíu Keilis, Nordic Personal Trainer Certificate, NPTC gráða
- 2004 - 2006 Mastersgráða (M.Sc.) í næringarfræði frá Konunglega DýralækningaLandbúnaðarháskólanum (Den Kgl. Veterinær- og Landbohøjskole KVL) í Kaupmannahöfn, Danmörku.
- 2003 Einkaþjálfunarpróf frá International Sport Science Association (ISSA).
- 1999 - 2002 Bacherlorgráða (B.Sc.) í matvælafræði frá Háskóla Íslands
- Nafn Jóhanna Karlsdóttir
- Starfsheiti Jógakennari : Hot Joga
- Netfang jokadoka@simnet.is
Jóhanna Karlsdóttir yoga kennari er gengin til liðs við fagteymi Heilsutorgs. Jóhanna er yoga leiðbeinandi í Sporthúsinu og eigandi Hot Yoga ehf.
Jóhanna kynntist svokölluðu "hot yoga" eða yoga í hita fyrst árið 2006 á ferðalagi sínu um Thailand. Tveimur árum síðar, eða í október 2008, lærði Jóhanna að kenna þessa tegund af yoga hjá alþjóðlega fyrirtækinu AbsoluteYoga sem er meðhöfuðstöðvar sínar í Thailandi sjáabsoluteyogaacademy.com
Jóhanna hóf að kenna hot yoga á Íslandi í byrjun árs2009 en er nú kennari í Sporthúsinu þar sem hún, í samstarfi við Sporthúsið, lét útbúa fyrsta upphitaða hotyoga-salinn á Íslandi. Í dag hafa fleiri staðir fylgt á eftir og er hot yoga nú kennt nokkuð víða í Reykjavík. Árið 2010 hélt Jóhanna til Barcelona og sótti námskeið hjá Bikram Choudhery sem er upprunamaður hot yoga og bætti við sig svokallaðri "advanced" rútínu.
Árið 2011 hélt Jóhanna aftur til Thailands til þess að klára 500 tíma réttindi í yogakennslu. Hingað til eru það hæstu viðurkenndu kennsluréttindin sem hægt er að öðlast í yoga academíunni, eftir það gildir reynslan mest. Þar var aðaláherslan lögð á Ashtanga Yoga en aðal kennarinn, Michelle Besnard, rekur fyrirtækið Yogasana í Kína. Þarbætti Jóhanna við sig Ashtanga yoga, Yin yoga, Women´s yoga, meðgönguyoga og svokölluðu restorative yoga.
Í október árið 2012 hélt Jóhanna enn á ný til Thailands til þess að kenna á meðal öflugs alþjóðlegs kennarateymis fyrir hönd Absoluteyoga keðjunnar og var þá komin hinum megin við borðið frá því að hún lærði fyrst á sama námskeiði fjórum árum áður.
Í dag er Jóhanna búin að skapa sér lítið þekkt nafn á meðal alþjóðlegra yoga kennara og hefur fariðmeðal annars til Finnlands og kennt fólki að kenna yoga.
- Nafn Júlía Magnúsdóttir
- Starfsheiti Heilsumarkþjálfi
- Netfang studningur@lifdutilfulls.is
- Nafn Magnús Jóhannsson
- Starfsheiti Prófessor emeritus/MD, PhD
- Netfang magjoh@hi.is
- Nafn Melkorka Árný Kvaran
- Starfsheiti Íþróttakennari og matvælafræðingur, framkvæmdastjóri og þjálfari Kerrupúls
- Netfang mkvaran@gmail.com
Melkorka Árný er íþróttakennari og matvælafræðingur
Melkorka hefur áhuga á fjölbreyttri hreyfingu en það er það sem hentar henni best. Allt sem felur í sér útiveru og hreyfingu í góðum félagsskap nærir Melkorku á líkama og sál. Hlaupin hafa verið hennar helsta hreyfing sl 20 ár, enda með eindæmum þægileg hreyfing, sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er, segir Melkorka og ávinningurinn mikill í formi góðrar heilsu og úthalds. Einnig hefur hún gaman af fjallgöngum, jóga, skíðum, sundi, hjólreiðum ofl.
- Nafn Oddrún Helga Símonardóttir
- Starfsheiti Heilsumamman
- Netfang heilsumamman@gmail.com
Oddrún Helga er Heilsumarkþjálfari, útskrifaðist vorið 2013 frá Institude for Intergrative nutrition, NY og hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum.
Elsta dóttir Oddrúnar var alltaf lasin, þreytt, oft með eyrnarbólgur og með exem sem hafði þau áhrif að henni leið bara alls ekki vel. Þetta gjörbreyttist með því að taka út mjólkurvörur, litarefni og önnur aukaefni, hvítt hveiti, sykur og hafa fæðuna sem hreinasta og næringarríkasta. Auk þess að breyta mataræðinu lögðum við áherslu á vítamín, góðar olíur og margt fleira. Öll fjölskyldan hefur svo sannarlega grætt á þessari breytingu.
- Nafn Sara Barðdal
- Starfsheiti Heilsumarkþjálfi, Viðskiptafræðingur frá HR og ÍAK einkaþjálfaranemi
- Netfang studningur@lifdutilfulls.is
Viðskiptafræðingur frá HR og ÍAK einkaþjálfaranemi.
Sigurbjörg er fræðslu- og verkefnastjóri hjá Alzheimersamtökunum
- Nafn Valgerður Tryggvadóttir
- Starfsheiti BSc prófi í sjúkraþjálfun
- Netfang valgerdurt@gmail.com
Lauk BSc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands vor 2013.
Hef einnig starfað í Íþróttaskóla barnanna hjá KR frá árinu 2007.
Stundað knattspyrnu til fleiri ára.
- Nafn Vilhjálmur Steinarsson
- Starfsheiti Íþróttafræðingur B.Sc frá HR - faglegfjarthalfun.com
- Netfang faglegfjarthjalfun@gmail.com
Vilhjjálmur er íþróttafræðingur B.Sc frá Háskólanum í Reykjavík.
Villi hefur stundað körfubolta síðan hann man eftir sér og spilað með þremur liðum í úrvalsdeild, Haukum, Keflavík og síðast hjá ÍR.
Villi starfaði sem styrktarþjálfari hjá úrvalsdeildarliði ÍR í körfubolta í tvö ár, áður en hann flutti út til Noregs.
Í Noregi starfaði Villi sem styrktarþjálfari fyrir íþróttamenn og starfaði sem yfir-styrktarþjálfari (Athletic Director) í framhaldsskóla sem ætlaður er íþróttafólki úr hinum ýmsu íþróttagreinum (Wang Toppidrett). Einnig vann hann náið með sjúkraþjálfurum á stöð sem heitir Stavanger Idrettsklinikk (www.stavangeridrettsklinikk.no) þar sem hann sinnti afreksþjálfun, ástandsmælingum og fl.
Reynsla
- 10 ára reynsla sem einkaþjálfari/styrktarþjálfari
- 12 ára reynsla sem körfuboltaþjálfari
- Hlaupagreiningar
- Yfir 500 framkvæmd Vo2 max próf
- Yfir 500 framkvæmdar mælingar á mjólkursýruþröskuld (lactate threshold)
- Hefur haldið ýmis námskeið/fyrirlestra um styrktarþjálfun og afreksþjálfun.