Fara í efni

9 fallegar og fljótlegar hárgreiðslur fyrir þig

Hérna eru smartar og skot fljótar greiðslur sem þú ættir að geta gert á örskammri stundu og mætt tímalega til vinnu eða skóla
Fallegar og smart hárgreiðslur
Fallegar og smart hárgreiðslur

Það kemur stundum fyrir hjá okkur öllum að við höfum hreinlega ekki tíma til að blása á okkur hárið, eða slétta það fínt. 

Hérna eru smartar og  skot fljótar greiðslur sem þú ættir að geta gert á örskammri stundu og mætt tímalega til vinnu eða skóla.  Hvort sem þú setur upp í hnút, hátt eða lágt tagl, þú ferð út í daginn með fallegar greiðslur sem taka enga stund að setja upp.   

 

 

Fléttur í kross og tekið í lágan hnút 

Gerðu tvær fléttur á hliðunum, teknar aftur í hnakkann og festar með spennum.  Restin af hárinu tekið í lágan reittan hnút.  

Fallegur snúður með klút

Nýttu þunna fallega silkiklúta til að gera hnút í við hnakkann glæsilegri.

Taktu hnútinn á hærra plan!

Hár hnútur getur ekki klikkað, þú getur nælt þér í sérstakar „donut“ teygjur fyrir þennan. 

„Undir“ tagl í hnakkann 

Þessi greiðsla er ein af mínum uppáhalds, þarf ekki mikinn tíma til að ná þessu í teygju. 

Öfug frönsk í hnút 

Það þarf smá kúnst að gera þessa öfugu frönsku fléttu, en þú getur þetta. 

Rómantískur snúin hnútur 

Þessa klassísku greiðslu ert þú örskamma stund að gera.  Punkturinn er fallegi perluprjón sem gefur þér rómantískt „look“

Laus hnútur í hnakka

Eftir að þú ert búin að setja í lágt tagl, taktu þá hluta af hárinu og vefðu laust um taglið og festu með spennu, taktu svo restina og gerðu það sama. 

Míní hnútur (uppáhalds)

Ég nota þennan ískyggilega oft, stundum tek ég hárið vel frá andlitinu en oft læt ég lokka liggja fram við andlitið á hliðunum. 

 Tveir hnútar eru betri en einn!

Hér sannast að tveir eru betri en einn!  Ótrúlega smart.