Eggjahvítur, edik og 2 ½ dl sykur þeytt saman þangað til það myndar toppa. Restin af sykrinum og lyftidufti hrært saman við þegar eggjamassinn er stífþeyttur, en passa verður upp á að sykurinn blandist vel saman við svo að þá er gott að hræra þetta vel og stinga fingrinum ofan í og finna milli fingranna hvort sykurinn er komin saman við eða ekki.
Setjið bökunarpappír á ofnplötuna og setjið eggjamassann á og myndið hring úr honum og hafið hann ca 5 cm þykkann.
Forhitið ofninn við 180°C en lækkið síðan niður í 150°C þegar kakan er sett inn og bakið í 1 ½ tíma en látið hana standa í ofninum til morguns ef hún er bökuð að kvöldi til.
Morguninn eftir þeytið þið rjómann, blandið kókósbollunum út í og setjið hann ofan á kökuna. Skerið niður ávexti til að setja ofan á. Gott að hafa hana síðan í ísskápnum í nokkra klukkutíma.
Það er líka mjög gott að bræða smá súkkulaði og dreifa aðeins yfir hana.
Birt í samstarfi við