Síðustu áratugi hafa vísindamenn öðlast nýja þekkingu á tengslum milli hreyfingar og andlegrar færni. Á sama hátt og æfingar viðhalda vöðvamassa, blóðrásinni í lagi og minnka streitu þá viðhalda æfingarnar andlegri getu, stöðva heilarýrnun og stuðla að myndun nýrra taugafruma.
Rannsóknir benda jafnvel til að fólk sem er hreyfir sig reglulega eigi síður á hættu að fá Alzheimer og aðra aldurstengda taugahrörnunarsjúkdóma, segir Arthur F. Kramer prófessor við Northeastern háskólann í Boston. Þegar við eldumst skreppur sá hluti heilans saman sem geymir minningar og tilfinningar. Þessi hluti heilans hefur verið nefndur dreki á íslensku (e hippocampus) og minnki hann getur það leitt til ýmisskonar minnisvandamála og jafnvel elliglapa. . . LESA MEIRA