Hópstarf hjá Forvörnum.
Tilgangur hópstarfs hjá Forvörnum er að þróa farveg fyrir aðlögun að breyttum aðstæðum, auka færni og styrkja fagmennsku í samvinnu með starfsfólk.
Lögð er áhersla á að víkka sjóndeildarhringinn og leitast við að fá fram fleiri sjónarhorn í stjórnunarvinnu. Þá er áhersla lögð á að þjálfa hlutleysi og efla traust og skilning á aðstæðum samstarfsfólks.
- Í hópstarfi er ýtt undir gagnkvæman stuðning einstaklinga til þess að ná betri tökum á vinnunni
- Leiðsögn í sjálfseflingu og að byggja upp sjálfsmynd
- Auka virkni og getu í þeim tilgangi að auka lífsgæði og efla samkennd
- Styrkja og efla skilning á afstöðu fólks og viðbrögðum við breytingum
- Að þekkja styrkleika sína og veikleika og greina drifkraft og hamlandi öfl
- Huga að hindrunum og finna leiðir til að koma í veg fyrir þær
- Finna hvernig gagnkvæm félagsleg tengsl geta verið styrkjandi í samskiptum
- Vinna að jákvæðri þróun og breytingum frá degi til dags
- Greina mismunandi tegundir andstöðu við breytingum
- Þátttakendur geta rætt reynslu sína og lært að virða ólíkar skoðanir
- Byggja á fortíð og nútíð og horfa til framtíðar
Hópstarfið byggir á gagnkvæmu trausti og trúnaði. Áætlað er að hittast í alls 10 skipti.
Skráning í hópa í síma 866 2296 og tölvupósti julia@stress.is
Nánari upplýsingar um FORVARNIR – STREITUSKÓLANN OG STREITUMÓTTÖKUNA er að finna á heimasíðuunni www.stress.is
Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir,
Sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði, með vottun Vinnueftirlits ríkisins.
Sími: 866-2296
Guðrún Blöndal, Hjúkrunarfræðingur
Sími: 899-1163