Sýnir þetta ekki bara hversu mikinn stuðning þú færð? En svo allrar sanngirni sé gætt, þá gætu vinir þínir haft sitthvað til síns máls. Það er örvandi að vera með einhverjum sem er öðruvísi og það fylgir því ákveðið stolt að yngri kona eða maður skuli laðast að þér. En eins og þú veist, snýst nýja sambandið ekki eingöngu um það. Þannig að þú getur leitt þessar athugasemdir hjá þér.
Mörg pör hafa yfirstigið þessar aldurshindranir og eru hamingjusamlega gift, eða hafa verið í góðu sambandi áratugum saman. Eitt þekktasta dæmið er Michael Douglas sem er 68 ára og Catherine Zeta-Jones 43 ára, sem hafa lengi staðið saman og stutt hvort annað í alvarlegum veikindum. Annað dæmi er gítarleikarinn úr Rolling Stones, Ronnie Wood, sem er 65 ára. Hann kvæntist leikhúsframleiðandanum Sally Humphreys sem var 34 ára, fyrir tæpum þremur árum.
Menn ræða ekki jafn mikið um það þegar konan er miklu eldri en karlinn. Getur verið að karlar hafi meiri áhuga á ungum og fallegum maka, en konur? Kannski er það tilfellið, en ég held að þar séu aðrir kraftar að verki. Konur langar ekki að finna móðurtilfinningu gagnvart ungum elskhuga og þær vilja heldur ekki að hann líti á þær sem mæður sínar. Þessi staðreynd hefur hugsanlega stoppað konur af, í því að leita félagsskapar miklu yngri karla.
En allt vekur þetta upp þá stóru spurningu, hvort það sé gáfulegt eða kannski bara heimskulegt, að taka upp samband við 20 árum yngri maka, þegar menn eru orðnir 50, 60 eða 70 ára?
Svarið við þeirri spurningu gæti legið í svarinu við eftirfarandi spurningum.
Grein af vef lifdununa.is