11 slæmir ávanar sem þú kemst ekki lengur upp með á fertugsaldrinum
Ok, það er sagt að 40 sé hið nýja 30, en suma daga þá er bara eins og líkaminn hafi ekki fengið skilaboðin.
Þó það séu ansi margir æðislegir hlutir sem gerast þegar þú verður fertug, þá er samt eitt sem þú getur ekki hundsað eins og þú gast á tvítugs og þrítugs aldrinum, og það er heilsan.
Þegar þessum áfanga er náð, það að verða fjörutíu ára þá er vel farið að hægja á brennslunni í líkamanum, áhættan á hinum ýmsu sjúkdómum hækkar og þú verður að hætta að vanrækja sjálfa þig, því það mun þá bara koma í bakið á þér seinna.
Þú skalt nú samt ekkert alveg verða úthverf þó svo fjörutíu árunum hafi verið náð, en þú skalt samt passa betur upp á heilsuna.
Hér eru góð ráð sem frá fróðum sem þú skalt ekki hundsa.
Að sleppa styrktaræfingum – alveg bannað
Það eru margar ástæður sem hægt er að telja upp þegar kemur að brennsluæfingum og afhverju þær eru svona góðar fyrir okkur. Þær slátra kaloríum, bæta þrek og þol, draga úr áhættunni á hjartaáfalli og fleira. En, passaðu upp á eitt, það er ekki nóg að taka bara brennslu, þú þarft að bæta lóðum inn í æfingarnar þínar.
Í kringum þrítugt þá byrjar vöðvamassinn að minnka og þetta með að vöðvamassinn minnki, eykst með hverju ári sem líður. Ef þú bætir ekki styrktaræfingum inn í þitt æfingarprógram þá ertu bara endalaust að brenna og brenna. Á endanum þá hægir mjög svo á brennslunni hjá þér og þú ferð bara að standa í stað.
Að leyfa sér sætindi – nei helst ekki
Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú tæmir hálfan líter af ís eða drekkur stóra dós af kóki. Að borða of mikinn sykur getur ruglað líkamann í ríminu og hann á erfitt með að vinna úr sykrinum. Þetta getur leitt til viðnáms gegn insúlíni og þannig breyst í sykursýki 2.
Sykursýki 2 er algengust hjá fólki yfir fertugt. Gáfulegasta leiðin er auðvitað að sleppa öllum sykri og byrja á því löngu fyrir tvítugt.
American Heart Association mælir með að þú neytir ekki meira en 25 grömmum af sykri á dag.
Sífellt að fresta brjóstamyndatökunni – alls ekki gera það
Þegar þú ert á þrítugsaldrinum þá er áhættan á brjóstakrabbameini 1 á móti 228. Þegar þú ert orðin fertug þá er þessi áhætta 1 á móti 69. Ekki fresta brjóstaskoðun og myndatökunni. Allar konur ættu að byrja að fara reglulega í brjóstaskoðun þegar þær eru orðnar fertugar.
Alltaf í fúlu skapi – hættu því og brostu framan í heiminn
Þunglyndi er mun algengara hjá konum en körlum. Þegar þú dettur inn á fimmtugsaldurinn þá ertu komin í áhættuhóp. Talið er að ekki nema 35% af þeim sem finna fyrir þunglyndi leiti sér hjálpar.
Ef þú ert að eiga við sorg, pirring, sektarkennd eða finnur fyrir áhugaleysi á því sem áður gladdi þig, þá skaltu leita læknis.
Vaka fram eftir öllu – það er bannað
Það er nú yfirleitt mikið að gera hjá öllum, langir vinnudagar og svo tekur fjölskyldulífið við þegar komið er heim.
Ef þú finnur fyrir því að eiga erfitt með að ná þér niður á kvöldin þá skaltu muna að þú ert ekki ein um það. Samkvæmt CDC þá er 1 af hverjum 3 konum í Bandaríkjunum sem ná ekki 7 klukkutíma svefn á nóttunni. Þegar þú ert orðin fertug þá verður erfiðara að ná þessum 7 tímum. Reyndu að slaka vel á í um klukkustund áður en þú ætlar að fara að sofa, ekki hafa sjónvarpið né tölvuna á. Gott er að fara í slakandi bað og svo beint uppí.
Að forðast kjallaraskoðun – kvensjúkdómalæknirinn þinn er ekki glaður
Þegar komið er á og yfir fertugsaldurinn þá mega líða um 5 ár á milli skoðana þar sem tekið er sýni sem svo er sent í ræktun vegna leghálskrabbameins. En það þýðir samt ekki að þú getir bara sleppt þessum skoðunum alveg. Það er mikilvægt að passa upp á þessar skoðanir hjá kvensjúkdómalækninum þínum. Þú getur nefnilega verið farin að upplifa hormónabreytingar sem gott er þá að ræða við þinn lækni.
Engin sólarvörn – hvað ertu að spá
Sólbruni er ekki töff. Að sólbrenna, sama á hvaða aldri þú ert, er afar slæmt fyrir húðina. Þú ferð að fá ótímabærar hrukkur og fínar línur sem gerir það að verkum að húðin lítur út fyrir að vera eldri en ella.
Konur yfir fertugt eiga alltaf að nota húðkrem á andlitið sem inniheldur sólarvörn.
Ef þú hefur aldrei farið í blettaskoðun þá er áríðandi að drífa sig í eina slíka strax hjá húðsjúkdómalækni.
Trassa tíma hjá augnlækninum – þú gætir bara gert illt verra með því
Ef þú ert með góða sjón, notar ekki gleraugu eða hefur notað sama styrkleika árum saman þá heldur þú að þetta sé nú í lagi. En eftir fertugt þá fer sjóninni að hraka og komið geta í ljós vandamál sem gætu leitt til gláku. Pantaðu nú tíma hjá augnlækni og láttu skoða augun vel og vandlega. Þú gætir nefnilega kannski þurft hvíldar eða lestrargleraugu án þess að gera þér grein fyrir því.
Tannlæknirinn – ekki klikka á því
Flest okkar sofna stundum alveg óvart án þess að bursta tennurnar. En þegar við eldumst þá verður að passa vel upp á tennurnar, þær eiga jú að endast ansi lengi.
Ekki gleyma að bursta, nota tannþráð og munnskol tvisvar á dag að minnsta kosti.
Það eru allskyns sjúkdómar sem hægt er að fá í munninn. Illa hreinsaðar tennur eru heldur ekkert fallegar þegar fólk brosir.
Farðu reglulega til tannlæknis.
Vítamínskortur – það má alls ekki gerast
Þegar konur byrja á breytingaskeiðinu þá minnkar estrógen í líkamanum og leiðir það til beinþynningar.
Til að viðhalda sterkum beinum er afar mikilvægt að passa upp á kalk búskapinn í líkamanum. Taktu kalk og D-vítamín saman á hverjum degi. Og byrjaðu á því snemma, helst fyrir tvítugt.
Eru allir aðrir í fyrsta sæti – hvað með að setja þig í fyrsta sæti
Á tvítugs og þrítugsaldri eru flestir að klára nám, byrja í framtíðarstarfinu og jafnvel kaupa sér eign og eiga börn. Á þessum tíma þá setur konan sig ansi oft í síðasta sætið. Hún hugsar fyrst um alla á heimilinu áður en hún fer að hugsa um sjálfa sig.
Auðvitað er þetta ekki gott, hvorki fyrir konur né karlmenn að setja sig í síðasta sætið. En konur, núna þegar þú ert orðin fertug þá skaltu setja þig í fyrsta sætið. Hugsa um þína heilsu. Því ef heilsan fer, þá ertu ekki til staðar fyrir fjölskylduna þína.
Farðu árlega í læknisskoðun, ekki gleyma ræktinni, borðaðu hollan mat, taktu kalk og D-vítamín og mundu að slaka á inn á milli.
Heimild: prevention.com