Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?
Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má til hormónasveifla.
Margar konur á frjósemisskeiði fá höfuðverk við byrjun eða lok blæðinga og/eða við egglos. Konur á breytingaskeiði geta hins vegar fengið höfuðverk hvenær sem er þar sem hormónasveiflurnar eru óútreiknanlegar.
Hormónar og aftur hormónar
Flest bendir til þess að orsök hormónatengdra höfuðverkja megi rekja til hormónsins estrógens. Mígreni þjakar ákveðinn hóp kvenna á breytingaskeiði en mígreni hefur verið tengt beint við estrógen. Er því ekki ólíklegt, ef konur þjást af mígreni, að það versni þegar líða tekur að lokum breytingaskeiðsins. Það er þó huggun harmi gegn að mígreni getur horfið eftir tíðahvörf þegar hormónadansinum er lokið. En mun færri konur yfir sextugt þjást af mígreni en yngri kynsystur þeirra.
Þetta er því allt hormónunum um að kenna.
Pirraðar og útkeyrðar
Sumar fæðu- og drykkjartegundir geta líka ýtt undir höfuðverk og mígreni, má þar nefna . . . LESA MEIRA