8 atriði sem gera karlmann að góðum elskhuga
1. Hann einbeitir sér að þér
Ef hann einbeitir sér bara að sjálfum sér er hann ekki að fara að gera góða hluti. Ef karlmaður einbeitir sér að líkama konunnar og kannar hvern þumlung af honum þá er hann að fara að slá í gegn.
2. Hann tekur vel eftir
Hann tekur eftir því sem þú ert að biðja um. Þú þarft bara að segja það einu sinni. Ef kona biður karlmann að fara hægar eða hraðar þá vill hún að hann geri það strax. Það er ekki aðlaðandi ef karlmaðurinn er með „Nei ég skal sýna þér hvernig á að gera þetta“ viðmót.
3. Þér líður eins og þú sért sérstök… á kynþokkafullan hátt
Ef kona á auðvelt með að koma karlmanninum í stuð þá líður henni virkilega eins og hún sé kynþokkafull. Ef karlmaðurinn á auðvelt með að sýna hvað honum finnst konan vera flott og girnileg þá á hann heldur betur von á góðu.
4. Hann er að þessu fyrir ykkur bæði
Hann er ekki bara að stunda kynlíf fyrir hinn fullkomna lokahnykk, hann er að þessu til þess að njóta alls ferlisins, forleiks og alls! Hann leggur virkilegan metnað í það að fullnægja konunni og njóta hennar.
5. Hann er til í allskonar nýjungar
Karlmaðurinn þarf að vera til í allskonar nýjungar og vera svolítið ævintýragjarn. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í rúminu sem þarf ekki að vera afbrigðilegt. Smá nart, hlutverkaleikir og fleira kemur sterkt inn og er bara til þess að lífga upp á kynlífið.
6. Hann lærir á líkama þinn
Kynlífið verður betra með hverju skiptinu ef þið lærið hvort á annað. Talið saman eftir á um hvað ykkur finnst gott og endilega segið karlmanninum hvernig þið viljið láta snerta ykkur. Hann getur ekki lesið hugsanir svo það verður að tala saman og hann lærir á líkama þinn með hverju skiptinu.
7. Hann tekur athugasemdum vel
Ef þú segir eitthvað við hann um hvernig þú vilt eða vilt ekki láta snerta þig þá tekur hann því vel. Það er ekkert verra en ef hann fer í fýlu út af einhverri athugasemd því þá þorir maður helst ekki mikið að tjá sig um þetta viðkvæma málefni aftur.
8. Hann er fullkomlega á staðnum
Hann verður að einbeita sér 100% að þér og því sem þið eruð að gera. Ef hugurinn er farinn að flögra eitthvað annað, þá verður upplifunin aldrei sú besta sem völ er á. Rannsóknir hafa meira að segja sýnt að menn sem stunda hugleiðslu eru betri elskhugar.
Greinin birtist fyrst á Hun.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra.