Að komast út úr heimi sjúklegrar offitu.
Lífið var orðið of erfitt til daglegra verka.
Endalausir verkir og niðurrif á sjálfan mig var mér orðið óbærilegt.
Ég var sjálfri mér verst.
Hvernig ég breytti um lífsstíl ?
Að breyta um lífsstíl er sennilega það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig um ævina.
Ætli ég hafi ekki bjargað lífi mínu :)
Þetta er stórt skref sem maður tekur.
En svo sannarlega þess virði að henda sér í verkið.
Það gerist ekki alltí einu að maður tekur svona ákvörðun.
Eftir að hafa reynt nærri allt í heimi hér til þess að grennast og verða mjó varð ég að setjast niður og hugsa dæmið upp á nýtt.
Hvert ætlaði ég að stefna.
Ég gat ekki haldið áfram í þessari miklu vigt sem ég var komin í .
Lífið var orðið of erfitt til daglegra verka.
Endalausir verkir og niðurrif á sjálfan mig var mér orðið óbærilegt.
Ég var sjálfri mér verst.
Þoldi ekki þessa stóru feitu konu sem við mér blasti daglega í speglinum.
Hún brosti ekki einu sinni til mín. En var fljót að finna öll ljótu orðin sem ein manneskja getur kallað aðra til að meiða.
Sálin varð þyngri og ég var orðin uppgefin.
Algjörlega búin á því á sál og líkama.
Ég er gift og á tvö börn, hund og 2 ketti.
Fyrir nokkrum árum greindist ég með MS sjúkdóminn.
Og það fór með mig lengra niður andlega.
Það er sjokk að greinast með svona ljótan sjúkdóm. Og ég reyndi til lengri tíma að vinna á móti þessum sjúkdómi. Kunni ekki að virða þennan sjúkdóm sem var komin til að vera.
Og ég vissi ekki hvort ætlaði að taka mig alveg niður .
Hvert mundi líf mitt stefna.
Var mjög veik á tímabili.
Þurfti að vera á sjúkrahúsum og endurhæfingu.
Enda í hjólastól á tímabili en standa aftur upp og gera mitt besta.
Þannig að þetta var mér ekki auðvelt verk að breyta öllum venjum til daglegs lífs.
Að vera orðin alltof feit og geta lítið hreyft sig fyrir offitu og sjúkdómi sem kom aftan að mér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.
Hvernig fer maður að í svona stöðu :)
Að svelta af sér kílóin hafði verið mitt tæki í gegnum árin. Hrapa hratt í vigt springa og fara eins hratt upp í vigt og raketta á flugi BUMM og aftur á byrjunarreit.
Aftur og aftur.
Finna nýjan kúr og ný megrunarlyf.
Nýja skyndikúra og nú mundi þetta ganga upp.
Ég yrði mjó.
En hvaðan kom það ?
Því var stefnan alltaf á að verða mjó.
Afhverju ekki að setja stefnuna á að verða hraust.
Og afhverju ekki að stefna á betra léttara líf án ofbeldis á sjálfan sig.
Því megranir og svelti eru ofbeldi .
Og afleiðingarnar eru slæmar.
Áralangt ofbeldi bæði andlegt og líkamlegt .
Allt frá manni sjálfri komið.
Ranghugmyndir á lífið sjálft.
Sjálfsmyndin í molum.
Ég fann mína hjálp hjá Heilsuborg í Reykjavík.
Heilsuborg er líkamsræktarstöð ásamt starfandi læknum, sjúkraþálfum, hjúkrunarfræðingum, næringarfræðingum, sálfræðingum, íþróttafræðingum og fleira yndislegu fólki.
Þarna opnuðust mín augu og ég fór samhliða því að hlusta.
Ég skráði mig á ársnámskeið í Heilsulausnum.
Sem er ársnámskeið fyrir fólk í yfirvigt og með aðra erfiða kvilla.
Það er unnið í heilt ár að betri sátt með sjálfan sig.
Að hjálpa fólki að byrja hreyfa sig og byrja trúa á sjálfan sig.
Það er mikið unnið með að koma fólki í skilning um rétt mataræði.
Mataræðið er svo stór hluti af breyttum lífsstíl.
Þetta tekur allt saman tíma.
Að koma mataræðinu í rétt far ásamt því að hreyfingin sé til staðar.
Að læra upp á nýtt allt í sambandi við rétta fæðu.
Að borða sig frá offitunni.
Ekki svelta heldur borða rétt .
Fyrstu vikurnar var ég skíthrædd.
Ég kunni ekki á þetta nýja líf.
Og maður hræðist það sem maður er ekki bestur í.
Ég var best í megrun , svelti og niðurrifi.
Bara það að mæta og taka þátt var mér nærri ofraun í byrjun.
Passaði ekki í íþróttafötin í búðunum.
Komst ekki í neina stærð af þessum íþróttafötum sem maður á að vera í í ræktinni.
Það var erfitt að mæta í gömlum teygðum bol og ljótum eldgömlum buxum sem teygðust nóg til að komast utan um þennan stóra líkama.
Og að byrja í líkamsrækt var mikið átak!
Ég gat ekki farið niður á gólf í æfingar.....ég komst ekki hjálparlaust upp aftur.
Og ég gat ekki hugsað mér að biðja um hjálp.
Feitt fólk skammast sín fyrir stærð sína og vill ekki biðja um hjálp.
Svo ég stundaði leikfimi standandi eða notaði stól.
Það liðu nokkrar vikur en einn daginn komst ég hjálparlaust niður á dýnu til að gera mínar æfingar og aftur upp.
Kraftarverkin voru að koma ljós.
Og þau áttu eftir að koma hvert á fætur öðru í dálítinn tíma :)
Ég var orðin meðlimur á líkamsræktarstöð og farin að æfa.
Mætti til að byrja með 3 sinnum í viku. Það var ótrúlegt hvað þetta gekk vel.
En ég sleit nú samt fljótlega vöðva í kálfanum....hviss bamm búmm.
Ekki var í boði að gefast upp.
Ég mætti á hækjum og gerði mínar æfingar :)
Gerði það sem ég gat og treysti mér til.
Allt er hægt ef vilji er fyrir verki. Þarna var eldmóðurinn komin í gang.
Starfsfólk Heilsuborgar er einstakt og þarna vinnur fólk sem kann sitt fag.
Ég fékk mikla hjálp frá lækni og einn eiganda Heilsuborgar henni Erlu Gerði Sveinsdóttur.
Eins eru nokkrir þjálfarar sem ég tel enn í dag sem engla í mannsmynd.
Fólk sem hefur hjálpað mér meira en orðum fá lýst.
Að hafa trú og getað hjápað svona einstakling eins og ég var.
Konu í tugi kílóa yfirvigt er ekki létt verk.
En þetta kann allt þetta flotta starfsfólk.
Ég sjálf tók mataræðið föstum tökum.
Ég lofaði sjálfum mér að sveltinu og ofátinu væri lokið.
Þeim kafla yrði lokað.
Og ég mundi ekki misbjóða mér meira með mat.
En ég mundi kynna mér og læra allt upp á nýtt.
Þetta nýja líf yrði allt annað en gamla farið.
Ég tók hlutunum alvarlega og lærði allt upp á nýtt...allt.
Í dag er mataræði mitt samansett af hreinu góðu fæði.
Cleanfood er mitt mataræði í dag.
Ég borða hollan mat og reyni eftir fremsta megni að gera allt frá grunni sjálf.
Kaupi ekki lengur unnin mat og mat fullan af aukaefnum.
Feitur skyndibiti og matur sem hreinlega meiðir er ekki lengur velkomin í mitt líf.
Býð sjálfri mér og fjölskyldu upp á góðan hollan mat.
Ég elda matinn og veit þá sjálf hvað fer í fæðuna mína.
Ég passa upp á kryddin.
Reyni að hafa ferskleikan í fyrirrúmi.
Maturinn þarf að vera fallegur, góður ,hollur og spennandi :)
Ekki festast í einhverju einu. Heldur þarf fjölbreytileikinn að vera í fyrirrúmi.
Í dag er ég rúmum 50 kílóum léttari :)
Ég æfi 5 sinnum í viku líkamsrækt.
Og líkamsræktin þarf líka að vera fjölbreytileg.
Í dag labba ég mér til skemmtunar :)
Ég fer í 10 kílómetra göngu einu sinni til tvisvar í viku.
Æfi í líkamsræktarsal 5 sinnum í viku.
Ég lyfti orðið þungu og æfi stíft.
Búin að umbreyta þessum alltof þunga þreytta fársjúka líkama yfir í hraustan og heilbrigðan líkama.
Ég geng í dag inn í líkamsræktarbúðir og versla mér íþróttarföt.
Á morgnana fæ ég bros frá spegilmynd minni.
Og ég tala fallega til mín.
Ég hugsa mig upp.
Og sé mig fyrir mér heilbrigða og hrausta.
Það er ekki í boði lengur að traðka sjálfan sig niður fyrir lítil mistök.
Heldur alltaf halda áfram sama hvað aldrei gefast upp :)
Í dag held ég úti vefsíðu um heilbrigðan lífsstíl.
Ég er með 5.200 Like á facebook síðu um heilbrigðan lífsstíl.
Pistlar eftir mig eru birtar á Heilsutorg.is
Ég skrifa og birti líka myndir af mataræði mínu daglega.
Gef fólki uppskriftir og hvet fólk áfram í átt á betra léttara hraustara lífi.
Við þurfum ekki öll að vera mjó.
Það er mér ekki lengur sem dýrð :)
Heldur halda áfram gera sitt besta í átt að betri líðan .
Borða hollt , sofa vel, líta lífið björtum augum, hreyfa sig og njóta lífsins.
Lífið er alltof stutt til að vera í eilífðu stríði við sjálfan sig.
Í dag er ég endalaust þakklát því að hafa fundið Heilsuborgina sem hjálpaði mér af stað í átt að betra lífi.
Á þessum stað allt að þakka. Þarna er unnið verk sem er kraftarverki líkast.
Og það eru ótrúleg kraftarverkin sem þar gerast.
Að sjá fólk koma og labba meðfram veggjum tugi aukakílóa að bera.
Skammast sín fyrir útlit og með ekkert sjálfstraust.
En að sjá þetta sama fólk lifna við og brosa ;)
Fá trú á sjálfan sig.
Geta gert þetta og haldið áfram.
Fá sjálfstraust og vilja halda áfram.
Lifna við og sjá hvernig lífið á að vera :)
Svona stofnanir eru okkur sem berum tugi aukakílóa nauðsyn.
Við þurfum mikla hjálpa ef vel á að takast.
Það þarf sérstakt starfsfólk.
Fólk sem kann sína vinnu.
Við þurfum tíma og virðingu.
Við sem eigum við offitu að stríða erum fólk með tilfinningar.
Og oft erum við niðurbrotin á sál og líkama.
Það þarf að vinna í sálinni. Hún er svo stór partur í þessu ferli.
Hugurinn er stóra tækið. Hugurinn er það sem þarf að vera í lagi.
Hugurinn ber mann hálfa leið. Kemur öllu til að ganga upp.
Það þarf að öðlast trú á sjálfan sig.
Að geta gert sjálfan sig stoltann.
Ég er Heilsuborg ótrúlega þakklát.
Þau hafa komið mér í skilning um að þetta er hægt .
Og ég fór alsæl á ráðstefnu í Sofiu með henni Erlu Gerði lækni Heilsuborgar og kynntist aðeins heimi fagfólks um offitu.
Þar sá ég margt og hlustaði og fræddi sjálfan mig.
En eftir þessa ráðstefnu er ég einfaldlega komin á þá niðurstöðu að Heilsuborg er að gera það sem þarf að gera.
Það þarf svona stofnun til að hjálpa fólki.
Við þurfum tíma. Við þurfum fagfólk sem getur hjálpað á svo mörgum sviðum.
Það er allt til taks í Heilsuborginni.
Offita er ekki bara feitt fólk .
Offita er sjúkdómur sem getur eyðilagt líf og jafnvel endað líf ef ekki er í tak tekið.
Vaxandi vandamál.
Og offita verður aldrei læknuð með skyndilausnum.
Heldur þarf langtíma prógram og nýjan lífsstíl til að koma á betra lífi fyrir þann feita.
Aldrei má dæma feitt fólk eftir vigt!
Við erum fólk.
Og þurfum að fá að vera eins og við viljum.
Það er ekki öllum gefið að getað létt sig niður og haldið sér grönnum út lífið.
Þetta er endalaus vinna.
En þessi vinna er þess virði.
Og að verða hraustur og koma sér úr sjúklegri offitu er hreint kraftarverk og er mögulegt.
En eins og ég segi það þarf endalausa vinnu.
Þessari vinnu líkur aldrei hún þarf að vera út lífið.
Mín fjölskylda í dag er mér þakklát fyrir að hafa tekið í taumana á mataræðinu .
Og höfum við misst 80 kíló samalagt :)
Fjölskyldan er semsagt 80 kílóum léttari eftir að hafa tekið sig á og breytt lifnaðarháttum .
það er ekki létt verk .
En svo sannarlega þess virði.
Og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið í dag.
Sólveig Sigurðardóttir from Reykjavik Iceland.