Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna 10. september 2016 - Kyrrðarstundir
Kyrrðarstundir með hugvekju, reynslu aðstandenda og tónlist verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju í tilefni dagsins laugardaginn 10. september kl. 20.00.
Kyrrðarstundir með hugvekju, reynslu aðstandenda og tónlist verða haldnar í Dómkirkjunni í Reykjavík, Akureyrarkirkju, Egilsstaðakirkju og Keflavíkurkirkju í tilefni dagsins laugardaginn 10. september kl. 20.00.
Tilgangurinn er að koma saman, eiga rólega stund og heiðra minningu þeirra sem látist hafa af völdum sjálfsvíga.
Dagskrá kyrrðarstundarinnar í Dómkirkjunni verður á þessa leið:
- Sigríður Esther Birgisdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
- sr. Sigfús Kristjánsson flytur hugvekju.
- Tónlist
- Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona
- Björn Steinar Sólbergsson organisti
Í lok stundarinnar verður kveikt á kertum til að minnast ástvina sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Að dagskránni standa, Embætti Landlæknis, Geðhjálp, Hugarafl, Ný dögun, Landspítalinn, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Lifa, Rauði krossinn á Íslandi og Þjóðkirkjan.
Fyrir hönd undirbúningshópsins
Salbjörg Bjarnadóttir
verkefnisstjóri