Nammi eftir skóla sem gleður.
Flysja epli og kjarnhreinsa.
Smyrja með hnetusmjöri.
Skera kíví ofan á.
Ávextir geta sko verið vel spennandi.
Millibiti sem gleður :)
Minn litli er heima þessa dagana og getur sig lítið hreyft.
Má ekki stíga í fótinn sinn sem er þrí brotinn.
Svo mamman er nú líka smá einka "hjúkka", "kokkur" og "þjónustukonan".
Þessi elska er svo hrifin af eplum og hnetusmjöri.
Svo þá var nú málið eftir að hafa komið drengnum í sturtu á "einari"
að græja góðan drekkutíma :)
Flysja epli og kjarnhreinsa.
Smyrja svo með hnetusmjöri.
Skera kíví ofan á.
Síðan leika sér með meðlætið :)
Bláber, möndlur, grísk jógúrt, rúsínur, kókos og fræ.
Þetta tekur smá stund að græja og mikið sem þetta gleður <3
Hver þekkir ekki "mamma það er ekkert til"
Hjálpum krílunum aðeins :)