Finndu þinn farveg að léttara lífi.
Góðan daginn
Sunnudagur til sælu :)
Eftir frábæra hreyfiviku og matarlega séð sallafína ... er komin tími á hvíld.
En ekkert hangs :)
Varð að setja þessa mynd saman.
Því aðalega þegar ég skoða hana .... "munurinn að vera komin í betra form"
Að getað labbað út um allt og þreytast ekki einu sinni.
Að verða ekki uppgefin og búin á því.
Ég er svo oft spurð í skilaboðum "Hvað ertu að borða mikið af kalóríum á dag"
Ég hef ekki hugmynd um það :)
Borða bara hreinan og hollan mat.
Passa skammtastærðir og misbíð mér ekki lengur með mat.
Passa að hafa matinn hreinan.
Hreina afurð.
En það eru kannski ekki allir sem geta það.
Ég fékk hjálp í byrjun.
Var öll mæld upp og ég fékk útprentað hver orkuþörf mín væri.
Hvað ég þyrfti að borða til að léttast.
Hellti mér svo yfir þetta án þess að vera með vasareikninn uppi við allan sólarhringinn.
Get ekki lifað við að telja allar kalóríur ofan í mig.
Þess vegna hentar það mér vel að hafa matinn hreinan og hollan.
Þá veit ég að þetta virkar :)
Ef ég fer út fyrir þann ramma .... veit ég að uppleiðin er hröð.
Svona er þetta, hver og einn er einstakur.
Og við verðum að finna út fyrir okkur sjálf hvað virkar.
Öll hjálp er góð.
En þetta verður að vera mikið til komið frá manni sjálfum.
Maður verður að geta lifað með matnum sínum.
Að geta hugsað sér að mæta í gymið ..... ekki pína sig.
Það er allt hægt.
Bara finna sinn farveg.
Njótið dagsins.