Brauðsúpa Landspítalans, hin eina og sanna
Brauðsúpa er einn vinsælasti rétturinn hjá starfsfólki Landspítala og hefur verið svo um árabil. Eftirfarandi uppskrift er fengið að láni frá eldhúsinu með góðfúslegu leyfi yfirmannsins þar henni Heiðu Björgu Hilmisdóttur.
Margir eiga erfitt með að taka nógu penan skammt af brauðsúpunni og stundum er það líka allt í lag. Vanalegt magn er um 1,8 dl en með brauðsúpunni er gjarnan borinn fram nýþeyttur rjómi.
Uppskirft er fyrir 4
Rúgbrauð 100 g*
Heilhveitibrauð 60 g*
Vatn 450 ml
Maltöl 160 ml
Púðursykur 1 1/2 msk
Rúsínur 4 msk
Sítrónusafi 1-2 stk
* 1 rúgbrauðsneið er um 45 g og 1 heilhveitibrauðsneið um 33 g
1. Leggið brauðið í bleyti í vatnið daginn áður og geymið inni á kæli.
2. Setjið brauðblönduna í pott ásamt maltinu, púðursykrinum og sítrónusafanum.
3. Leggi rúsínurnar í bleyti.
4. Sjóðið í um það bil 20 mínútur eða þar til brauðið hefur maukast vel.
5. Hellið vatninu af rúsínunum og hrærið þeim saman við og hitið í nokkrar mínútur í viðbót.
6. Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.
Verði ykkur að góðu